Forsætisnefnd - Fundur nr. 286

Forsætisnefnd

Ár 2021, föstudaginn 26. febrúar, var haldinn 286. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 10:36. Viðstödd var Sabine Leskopf. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Pawel Bartoszek, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Alexandra Briem, Líf Magneudóttir, Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Ívar Vincent Smárason, Ólöf Magnúsdóttir og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 2. mars 2021.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Tillaga um aðgerðir til að bæta íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. febrúar

    b)    Umræða um Sundabraut (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

    c)    Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum 2021-2025 – síðari umræða, sbr. 6. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. febrúar

    d)    Umræða um almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)

    e)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um barna- og unglingamenningarmiðstöð

    f)    Umræða um atvinnumál eldri borgara í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)

    g)    Umræða um húsnæði Fossvogsskóla (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

    -    Kl. 10:43 taka Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir, Alexandra Briem og Vigdís Hauksdóttir sæti á fundinum.

    -    Kl. 11:07 víkur Líf Magneudóttir af fundinum. R21010074

    Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Pírata:

    Með tilslökununum á sóttvarnarreglum geta allir borgarfulltrúar verið í húsi. Okkar skoðun er að eðlilegt sé að áfram verði möguleiki á fjarfundum eftir að COVID-tímabilinu lýkur. Eðlilegt er að slíkt sé rætt á vettvangi forsætisnefndar og borgarstjórnar.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera ekki athugasemd um fyrirkomulag borgarstjórnarfundar 2. mars nk. að því tilskyldu að staðfesting Almannavarnanefndar berist fyrir fundinn um heimilan fjölda borgarfulltrúa í salnum á meðan á fundi stendur.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. febrúar 2021, varðandi sameiginlegan fund borgarstjórnar með öldungaráði. R16080033

  3. Fram fer umræða um öryggismál í Ráðhúsi Reykjavíkur.

    Þorsteinn Gunnarsson borgarritari tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R21020173

Fundi slitið klukkan 11:51

Pawel Bartoszek Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
fg_2602_nr_286.pdf