No translated content text
Forsætisnefnd
Ár 2021, föstudaginn 12. febrúar, var haldinn 285. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 10:33. Viðstödd voru Pawel Bartoszek og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir og Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Kristín Soffía Jónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Alexandra Briem og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Bjarni Þóroddsson og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. febrúar 2021.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Umræða um frumdrög að fyrstu lotu borgarlínu (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um uppskiptingu rekstrareininga Orkuveitu Reykjavíkur
c) Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 – stefna um íbúabyggð og húsnæðisuppbyggingu, sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. febrúar 2021
d) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um könnun og úrbætur á stöðu þeirra sem búa í atvinnuhúsnæði
e) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um stofnun embættis hagsmunafulltrúa aldraðra í Reykjavík
f) Umræða um hlutdeildarlán og tækifæri Reykjavíkur í uppbyggingu hagkvæmra íbúða (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins) R21010074- Kl. 10:36 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum.
-
Lögð fram tillaga um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi til 30. apríl 2021. R18060129
Vísað til borgarstjórnar. -
Fram fer umræða um tæknimál borgarstjórnar. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. febrúar 2021. R21010084
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kolefnisbókhald um ferðir borgarfulltrúa, sbr. 9. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 29. janúar 2021. R21010304
Vísað til meðferðar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Frekar auðvelt er að reikna kolefnisfótspor ferða. Sem dæmi má nefna að Kolviður hefur starfrækt aðgengilega reiknivél í meira en 10 ár sem er aðgengileg á www.kolvidur.is en jafnframt er unnt að kolefnisjafna á sama stað. Það ætti því að vera auðvelt að samþykkja þessa tillögu.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 11:34
Pawel Bartoszek Sabine Leskopf
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_1202.pdf