Forsætisnefnd - Fundur nr. 285

Forsætisnefnd

Ár 2021, föstudaginn 12. febrúar, var haldinn 285. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 10:33. Viðstödd voru Pawel Bartoszek og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir og Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Kristín Soffía Jónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Alexandra Briem og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Bjarni Þóroddsson og Ívar Vincent Smárason sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. febrúar 2021.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Umræða um frumdrög að fyrstu lotu borgarlínu (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)

    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um uppskiptingu rekstrareininga Orkuveitu Reykjavíkur

    c)    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 – stefna um íbúabyggð og húsnæðisuppbyggingu, sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. febrúar 2021

    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um könnun og úrbætur á stöðu þeirra sem búa í atvinnuhúsnæði

    e)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um stofnun embættis hagsmunafulltrúa aldraðra í Reykjavík

    f)    Umræða um hlutdeildarlán og tækifæri Reykjavíkur í uppbyggingu hagkvæmra íbúða (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins) R21010074

    -    Kl. 10:36 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum.

  2. Lögð fram tillaga um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi til 30. apríl 2021. R18060129

    Vísað til borgarstjórnar.

  3. Fram fer umræða um tæknimál borgarstjórnar. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. febrúar 2021. R21010084

    Fylgigögn

  4. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kolefnisbókhald um ferðir borgarfulltrúa, sbr. 9. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 29. janúar 2021. R21010304

    Vísað til meðferðar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Frekar auðvelt er að reikna kolefnisfótspor ferða. Sem dæmi má nefna að Kolviður hefur starfrækt aðgengilega reiknivél í meira en 10 ár sem er aðgengileg á www.kolvidur.is en jafnframt er unnt að kolefnisjafna á sama stað. Það ætti því að vera auðvelt að samþykkja þessa tillögu.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:34

Pawel Bartoszek Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_1202.pdf