Forsætisnefnd
Ár 2020, föstudaginn 13. nóvember, var haldinn 282. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 10:04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Eyþór Laxdal Arnalds, Alexandra Briem og Sabine Leskopf. Einnig áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir. Líf Magneudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 17. nóvember 2020.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Óundirbúnar fyrirspurnir
b) Tillaga um grænan viðskiptahraðal, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. nóvember 2020
c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um aðgerðir til viðspyrnu vegna heimsfaraldurs COVID-19
d) Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um breytingar á reglum um frístundakort
e) Umræða um álit reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga vegna reikningsskila samstæðu Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)
f) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um endurskoðun á fyrirkomulagi neyðarstjórnar
g) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um aðgerðir til að tryggja að enginn missi heimili sittÁheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Nú stefnir í að annar borgarstjórnarfundur verði haldinn heima hjá borgarfulltrúum í beinni útsendingu. Það er algjörlega óásættanlegt fyrirkomulag og rýfur friðhelgi heimilis kjörinna fulltrúa. Það er óskiljanlegt að ekki skuli vera vilji hjá meirihlutanum að funda í Ráðhúsinu. Það er hægur leikur að helmingur borgarfulltrúa sitji borgarstjórnarfundi í borgarstjórnarsalnum og á pöllum og hinn helmingur borgarfulltrúa sitji í Tjarnarsal að uppfylltum sóttvarnarreglum. Fundir Alþingis eru haldnir án vandræða í mun minna húsnæði.
Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Núverandi fjöldatakmarkanir miðast við 10 manns, en borgarstjórn skipa 23 borgarfulltrúar og þegar fundir fara fram í Ráðhúsinu þarf að auki nokkuð starfslið svo ljóst er að ekki er hægt að koma því við með góðu móti að allir geti verið á staðnum. Borgarstjórn þarf að sýna ábyrgð og ganga undan með góðu fordæmi. Þetta er íþyngjandi ástand og ekki óskastaða neins. Með samhentu átaki lýkur þessum faraldri og við getum öll farið að hittast á ný.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokks leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Allt er hægt þegar viljinn er fyrir hendi. Sá vilji er ekki til staðar hjá meirihlutanum. Þetta fyrirkomulag heftir frelsi kjörinna fulltrúa til tjáningar og umræðu því flæði fjarfunda er mjög takmarkað miðað við venjulega fundi. Minnt er aftur á að störf Alþingis eru óbreytt þrátt fyrir ástandið. Samkvæmt sveitastjórnarlögum skulu fundir borgarstjórnar vera í beinni útsendingu og í heyrandi hljóði. Friðhelgi heimilis borgarfulltrúa er rofin með þessu fyrirkomulagi. Standa verður vörð um mannréttindi kjörinna fulltrúa þrátt fyrir ástandið í samfélaginu.
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. nóvember 2020, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 3. nóvember á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 10. október 2020, varðandi tillögu að breytingu á samþykkt fyrir skóla- og frístundaráð, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. nóvember 2020.
- Kl. 10:25 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.
Fellt.
Forsætisnefnd ásamt áheyrnarfulltrúum Miðflokks og Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillagan er ekki í samræmi við tilmæli borgarráðs um að draga úr setuskyldu embættismanna á fundum.
- Kl. 10:34 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fyrirkomulag á fundum borgarstjórnar 1. og 15. desember vegna fyrri og síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021 og fimm ára áætlun 2021-2025.
Lögð fram svohljóðandi tillaga forseta borgarstjórnar um fyrirkomulag á fundi borgarstjórnar 1. desember við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlun:
Lagt er til að forsætisnefnd sammælist um að við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun taki einungis oddvitar borgarstjórnarflokka til máls og má ræðutími í fyrstu ræðu vera allt að einum klukkutíma. Borgarstjóri tekur fyrstur til máls og svo oddvitar flokka eftir stærð. Ef oddvitar kjósa að taka aftur til máls fer um ræðutíma samkvæmt 23. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Samþykkt.
Lögð fram svohljóðandi tillaga forseta borgarstjórnar um fyrirkomulag á fundi borgarstjórnar 15. desember við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlun:
Lagt er til að forsætisnefnd sammælist um að við síðari umræðu um fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun verði gert ráð fyrir því að allir borgarfulltrúar taki til máls, óski þeir þess. Í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga verður ræðutími óbundinn en forsætisnefnd hefur náð heiðursmannasamkomulagi um að miða ræðutíma í fyrstu ræðu við 40 mínútur og að heimilt verði að veita andsvar við fjórum ræðum. Borgarstjóri mun taka fyrstur til máls og svo aðrir borgarfulltrúar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að mælendaskrá. Ef borgarfulltrúar kjósa að taka aftur til máls er ræðutími í seinni ræðu takmarkaður við 10 mínútur.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um tilraunaverkefni um óundirbúnar fyrirspurnir á fundum borgarstjórnar.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Lagt er til að forsætisnefnd sammælist um að fundirnir fari fram í sal borgarstjórnar en þó þannig að sóttvarnarreglur sem verða við lýði á þeim tíma verði í einu og öllu virtar. Í fyrri umræðu, 1. desember, er oddvitaumræða og geta oddvitar talað í allt að klukkutíma. Ræðuhöld af þessari tímalengd eru afar erfið og þreytandi í gegnum fjarfundabúnað. Sama má segja um seinni umræðu enda þótt ræðutími sé skemmri, þá munu á þeim fundi fleiri taka til máls. Um fyrirkomulag er viðkemur hólfun og öðrum sóttvörnum eins og landlæknir boðar er hægt að horfa til Alþingis. Á Alþingi hafa fundir verið haldnir í Alþingishúsinu á neyðarstigi COVID-19 í samræmi við sóttvarnarreglur.
Frestað.
Fundi slitið klukkan 11:06
Pawel Bartoszek Sabine Leskopf
Alexandra Briem