Forsætisnefnd - Fundur nr. 281

Forsætisnefnd

Ár 2020, föstudaginn 30. október, var haldinn 281. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 10:31. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 780/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Pawel Bartoszek, Eyþór Laxdal Arnalds, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir og Sabine Leskopf. Einnig sátu fundinn með fjarfundarbúnaði áheyrnarfulltrúarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 3. nóvember 2020. R20010182

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Óundirbúnar fyrirspurnir
    b)    Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar, sbr. 15. lið borgarráðs frá 29. október 2020
    c)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um úttekt á stöðu geðheilbrigðismála hjá Reykjavíkurborg vegna COVID-19
    d)    Umræða um álit reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga vegna reikningsskila samstæðu Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)
    e)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um samveru- og sköpunartorg
    f)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um hækkun á úthlutaðri fjárhæð fyrir íslenskukennslu barna af erlendum uppruna
    g)    Kosning í innkaupa- og framkvæmdaráð
    h)    Kosning í endurskoðunarnefnd 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúum Miðflokksins og Flokks fólksins:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins samþykkja þetta fyrirkomulag í trausti þess að fundir verði með sem eðlilegustum hætti þegar almennum takmörkunum verður að einhverju leyti aflétt. Mikilvægt er að fara eftir tilmælum vegna sóttvarna og borgarstjórn á að fylgja þeim en gæta jafnframt meðalhófs í takti við þær kröfur sem gerðar eru til starfsfólks borgarinnar.

  2. Lögð fram tillaga um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi er varðar notkun á fjarfundarbúnaði. R18060129
    Vísað til borgarstjórnar.

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. október 2020, varðandi veikindaleyfi Ásgerðar Jónu Flosadóttur, varaborgarfulltrúa Flokks fólksins, til og með 1. janúar 2021. R20010227

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. október 2020, varðandi veikindaleyfi Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, til og með 28. janúar 2021. R20100338

  5. Lagt fram breytt fundadagatal borgarstjórnar 2020-2021 vegna breytinga á dagsetningum varðandi afgreiðslu á fjárhagsáætlun. R20010186
    Samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:08

Pawel Bartoszek Marta Guðjónsdóttir

Líf Magneudóttir