No translated content text
Forsætisnefnd
Ár 2020, mánudaginn 5. október, var haldinn aukafundur í forsætisnefnd nr. 279. Fundurinn var haldinn í með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 14:03. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 780/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Eyþór Laxdal Arnalds, Alexandra Briem, Marta Guðjónsdóttir og Sabine Leskopf. Einnig áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir. Líf Magneudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga forseta:
Lagt er til að forsætisnefnd samþykki eftirfarandi fyrirkomulag á fundi borgarstjórnar 6. október nk. vegna sóttvarnarráðstafana og fjöldatakmarkana: Í fundarsal borgarstjórnar munu taka sæti ellefu kjörnir fulltrúar, fimm fulltrúar meirihluta og fimm fulltrúar minnihluta, auk forseta borgarstjórnar. Oddvitar borgarstjórnarflokka, fulltrúar í forsætisnefnd og tillöguflytjendur skulu hafa forgang. Til að tryggja samfellu í störfum borgarstjórnar þótt upp komi smit skal einungis hluti varaforseta taka sæti í salnum. Aðrir borgarfulltrúar skulu taka sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði að heiman. Þeir borgarfulltrúar sem ekki hafa aðstöðu til að taka fjarfund að heiman eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu borgarstjórnar eins skjótt og unnt er og í síðasta lagi fyrir kl. 11.00 á fundardegi. Salur borgarstjórnar og áhorfendapallar verða lokaðir en fundinum verður streymt á vef Reykjavíkurborgar. Á meðan á fundi stendur eru borgarfulltrúar minntir á að virða gildandi fjarlægðarreglur og hafa a.m.k. einn metra á milli einstaklinga og nota andlitsgrímu sem hylur bæði nef og munn þegar ekki er hægt að tryggja fjarlægðarmörk. Mikilvægt er að borgarfulltrúar sitji í sæti sínu á meðan á fundinum stendur m.a. til að veita andsvör og lesa bókanir. Þegar borgarfulltrúar taka til máls úr pontu skulu þeir gæta að fjarlægðartakmörkunum og sótthreinsun sameiginlegra snertiflata. R20010182
Samþykkt.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 14:03
Pawel Bartoszek Sabine Leskopf
Alexandra Briem Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_0510_gp.pdf