Forsætisnefnd - Fundur nr. 276

Forsætisnefnd

Ár 2020, föstudaginn 11. september, var haldinn 276. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í borgarstjórnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:36. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Kristín Soffía Jónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, og Kolbrún Baldursdóttir tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. september 2020. R20010182

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Óundirbúnar fyrirspurnir

    b)    Umræða um stöðu barna í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)

    c)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hagkvæmt húsnæði fyrir almennan markað

    d)    Umræða um stöðu menningarmála í ljósi COVID-19 (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)

    e)    Umræða um friðlýsingu í Álfsnesi og við Þerneyjarsund til verndar miðaldahafnar í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)

    f)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að veita fjárhagsaðstoð til námsfólks sem hefur ekki tök á annarri framfærslu

    g)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að börn fái sambærileg tækifæri til þátttöku í skóla- og frístundatengdum viðburðum

    h)    Umræða um samgöngusáttmála (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

  2. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 24. ágúst 2020, varðandi tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar vegna viðauka 1.1. um fullnaðarafgreiðsluheimildir skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs vegna gildistöku nýrra umferðarlaga, sbr. 7. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 28. ágúst 2020 og 15. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 1. september 2020. R18060129

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 8. september 2020, þar sem óskað er eftir að sameiginlegur fundur borgarstjórnar og öldungaráðs fari fram þann 30. mars nk. en ekki 29. september eins og fyrirhugað var. R20010186

    Samþykkt.

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. júní 2020, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 16. júní 2020 hafi Hjálmar Sveinsson og Örn Þórðarson verið kosnir skrifarar borgarstjórnar og Skúli Helgason og Egill Þór Jónsson skrifarar til vara. R18060080

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 12. júní 2020, varðandi afgreiðslu skóla- og frístundaráðs frá 9. júní 2020 á tillögu Aldísar Lóu Benediktsdóttur frá ungmennaráði Breiðholts um táknmálskennslu í grunnskólum, sbr. 4. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 12. maí 2020. R19030297

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins styður þessa útfærslu tillögu fulltrúa í ungmennaráði Breiðholts um táknmálskennslu í grunnskólum. Hinn 15. maí 2020 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um táknmálstúlkun á fundum borgarstjórnar og hafði tillagan áður verið lögð fram 3. september 2019. Tillögunni var frestað til að fá kostnaðarmat. Það mat hefur ekki enn litið dagsins ljós. Það vantar táknmálstúlka og þess vegna er tillagan frá ungmennaráðinu brýn. Túlkun málefna frá hinu opinbera ætti að vera meginregla. Um er að ræða mannréttindamál. Túlka ætti borgarstjórnarfundi skilyrðislaust, með því er borgarstjórn að framfylgja lögum. Túlkun dregur úr einangrun heyrnarskertra og heyrnarlausra einstaklinga. Þessi hópur á rétt á því að fá upplýsingar úr samfélaginu og þ.m.t. að geta fylgst með umræðu á sviði stjórnmálanna. Íslenska og táknmál heyrnarlausra eru jafn rétthá. Talið er að um 350-400 einstaklingar reiði sig á íslenskt táknmál til tjáningar og samskipta.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 28. ágúst 2020, þar sem tilkynnt er um afgreiðslu velferðarráðs á tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins um deilumál milli leigjenda Félagsbústaða sbr. 7. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 26. mars 2019. R19120143

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 8. september 2020, þar sem tilkynnt er um afgreiðslu velferðarráðs á tillögu áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um viðbragðsáætlun vegna lokunar góðgerðarfélaga sem sjá um matarúthlutanir sem vísað var til meðferðar ráðsins á fundi borgarstjórnar þann 5. maí 2020. R20050037

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um fyrirkomulag, staðsetningu og næstu skref vegna funda borgarstjórnar. R20010186

  9. Fram fer umræða um sóttvarnarmál í Ráðhúsinu. R20010186

Fundi slitið klukkan 11:10

Pawel Bartoszek Sabine Leskopf