Forsætisnefnd - Fundur nr. 275

Forsætisnefnd

Ár 2020, föstudaginn 28. ágúst, var haldinn 275. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í borgarstjórnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:35. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Kristín Soffía Jónsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Vigdís Hauksdóttir. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi, tók sæti á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. ágúst 2020, varðandi samþykkt borgarráðs frá 13. ágúst 2020 á framlengingu heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi til og með 1. september 2020, ásamt fylgiskjölum.R18060129

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. júní 2020, um kosningu forseta borgarstjórnar á fundi borgarstjórnar 16. júní 2020 þar sem kemur fram að Pawel Bartoszek hafi verið kjörin forseti borgarstjórnar til eins ár og að Kristín Soffía Jónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Sabine Leskopf og Marta Guðjónsdóttir hafi verið kjörin 1., 2., 3. og 4. varaforsetar. R18060080

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. júní 2020, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 16. júní 2020 hafi verið samþykkt að Diljá Ámundadóttir Zoëga, Líf Magneudóttir, Hildur Björnsdóttir, Alexandra Briem og Valgerður Sigurðardóttir taki sæti sem varamenn í forsætisnefnd.  R18060080

    -    Kl. 10:37 taka Eyþór Laxdal Arnalds og Alexandra Briem sæti á fundinum

    Fylgigögn

  4. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 1. september 2020.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Tillaga um framlengingu á heimild til notkunar á fjarfundarbúnaði, sbr. x. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 28. ágúst 2020
    b)    Óundirbúnar fyrirspurnir
    c)    Tillaga um stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. ágúst 2020
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sjálfakandi strætó í Reykjavík
    e)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um stuðning við atvinnu- og nýsköpun á grundvelli samvinnufélaga
    f)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að umhverfis- og skipulagsyfirvöld kynni sér starfshætti hjá fleiri þjóðum varðandi myglu og rakaskemmdir
    g)    Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um kostnaðarþátttöku Reykjavíkurborgar vegna ljósleiðaravæðingar dreifbýlis í Reykjavík
    h)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að börn fái sambærileg tækifæri til þátttöku í skóla- og frístundatengdum viðburðum
    i)    Kosning í innkaupa- og framkvæmdaráð
    j)    Kosning varamanns í íbúaráð Breiðholts
    k)    Kosning í íbúaráð Laugardals R20010182

  5. Lögð fram tillaga um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi er varðar notkun á fjarfundarbúnaði til 3. nóvember 2020.
    Vísað til borgarstjórnar. R18060129

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um tilraunaverkefni um óundirbúnar fyrirspurnir á fundum borgarstjórnar. R20080128

  7. Lagt fram uppfært fundadagatal borgarstjórnar 2020 og drög að fundadagatali borgarstjórnar 2021. R20010186
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 24. ágúst 2020, varðandi tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar vegna viðauka 1.1. um fullnaðarafgreiðsluheimildir skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs vegna gildistöku nýrra umferðarlaga. R18060129
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  9. Fram fer kynning á innleiðingu á skráningu fjárhagslegra hagsmuna kjörinna fulltrúa og yfirstjórnar Reykjavíkur. R17080118

  10. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 26. ágúst 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um móttöku vegna samgöngusáttmála, sbr. 5. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 29. maí 2020. R18110189

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mikils misræmis gætir í svörum Reykjavíkurborgar hverjir sóttu þetta borgarlínuboð í Höfða sem kostaði útsvarsgreiðendur í Reykjavík rúma hálfa milljón. Inn í svarið vantar að einnig sátu veisluna oddvitar meirihlutans í Reykjavík. Enda segir í svarinu að „vert er að geta að ekki sáu allir boðsgestir sér fært að mæta í móttökuna og því er munur á fjölda þeirra sem vísað er til í fyrra svari frá 27. maí sl. og varðar þá sem sátu kvöldverðinn og þeirra sem getið er um í þessu svari og varðar boðsgesti sem voru 35 talsins“. Hefðu allir mætt þá var verðmiðinn fyrir hvern boðsgest 14.300 kr. Enn er ekki komið í ljós hversu margir mættu og því má álykta að verðmiðinn sé langt yfir 20.000 kr. á mann.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nú liggur fyrir hvaða fyrirmenn og konur sóttu kvöldverð sem kostaði rúma hálfa milljón þann 1. nóvember sl. í Höfða í tilefni af samgöngusáttmála? Alls voru boðsgestir 35. Ýmsum var boðið til veislunnar þ.m.t. aðstoðarmanni borgarstjóra en ekki einum einasta var boðið úr minnihluta borgarstjórnar. Fulltrúi Flokks fólksins furðar sig því dómgreindarleysi sem þarna átti sér stað, að bjóða til veislu sem þessarar þar sem borðað var og drukkið fyrir rúma hálfa milljón. Borgarlína á eftir að  kosta borgarbúa nógu mikið þótt ekki sé verið að bæta ofan á kostnaði sem þessum. Fulltrúa Flokks fólksins er ekki að segja að fólk megi ekki fagna  en þarna hefði t.d. fólk vel getað greitt drykki/áfengi úr eigin vasa. Ekkert af þessu fólki er á vonarvöl og hefði það því vel geta greitt fyrir sína drykki sjálft.

    Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúum Pírata og Vinstri grænna:

    Þökkum svarið. Líkt og fram hefur komið var haldin móttaka í tilefni af undirritun samgöngusáttmálans þar sem meðal annars mættu kjörnir fulltrúa sveitarfélaga og ríkisstjórnar auk þess starfsfólks sem unnið hafði að gerð sáttmálans. Fulltrúar meirihluta í forsætisnefnd gera engar athugasemdir við móttöku í Höfða af þessu merka tilefni.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. ágúst 2020, þar sem tilkynnt er um framlengingu á veikindaleyfi Ásgerðar Jónu Flosadóttur, varaborgarfulltrúa Flokks fólksins, til 1. nóvember 2020. R20010227

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:18

Pawel Bartoszek Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir