Forsætisnefnd - Fundur nr. 274

Forsætisnefnd

Ár 2020, föstudaginn 12. júní, var haldinn 274. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Borgarráð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:37. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Kristín Soffía Jónsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Alexandra Briem, Líf Magneudóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. júní 2020.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkurborgar 2019-2023, sbr. 2. lið fundargerð skipulags og samgönguráðs frá 10. júní

    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sveigjanlegra vinnuumhverfi

    c)    Umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni að beiðni borgarfullltrúa Miðflokksins

    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að kanna umfang harkhagkerfisins í Reykjavík

    e)    Umræða um bílastæðahús á vegum Reykjavíkurborgar að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins

    f)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um frestun áforma um nýja íbúabyggð í Skerjafirði

    g)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stofnun nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs í umhverfis- og úrgangsstjórnunarmálum

    h)    Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um frestun borgarlínuverkefnisins um óákveðin tíma og í staðinn verði ráðist í lagningu Sundabrautar

    i)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um jafnréttisskimum í grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum

    j)    Kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og fjögurra varaforseta

    k)    Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara

    l)    Kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara, formannskjör

    m)    Kosning varamanna í forsætisnefnd

    n)    Kosning í skóla- og frístundaráð

    o)    Kosning í velferðarráð

    p)    Kosning í endurskoðunarnefnd

    q)    Kosning fimm fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. til eins árs og fimm til vara, formannskjör

    r)    Kosning fimm fulltrúa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sf. til eins árs og fimm til vara, formanns- og varaformannskjör R20010182

    Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Forsætisnefnd sammælist um að í málum a, b, f og g taki hver ræðumaður til máls að hámarki einu sinni og ræðutími verði 5 mínútur. Þó geti frummælandi talað 10 mín í fyrstu ræðu og lokað umræðunni með annarri 5 mínútna ræðu. Borgarstjóri hefur óbundið málfrelsi og má taka til máls eins oft hann kýs í samræmi við samþykktir. Andsvör verða óbreytt.

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar, dags. 10. júní 2020:

    Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fella niður reglulega borgarstjórnarfundi í júlí og ágúst nk. skv. heimild í 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. Í sumarleyfi borgarstjórnar fer borgarráð með sömu heimildir og borgarstjórn hefur ella sbr. ákvæði 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga. R20060094

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram að nýju bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 3. mars 2020, þar sem óskað er eftir samþykki fyrir notkun á nýju stafrænu merki fyrir Reykjavíkurborg, sbr. 2. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 29. maí 2020. Einnig er lögð fram umsögn upplýsingadeildar, dags. 26. maí 2020 og viðbrögð þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 28. maí 2020 og 8. júní 2020.

    Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar:

    Forsætisnefnd samþykkir nýja stafræna útgáfu af merki Reykjavíkurborgar en tekur undir umsögn erfingja höfundarréttar merkisins og felur Stafrænni Reykjavík að koma til móts við sjónarmiðin varðandi lit merkisins við endanlega gerð hönnunarstaðals Reykjavíkur. R20030023

    Samþykkt.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir tillögu um stafrænt merki Reykjavíkurborgar þar sem tekið er tillit til sjónarmiða erfingja Halldórs Péturssonar, hönnuðar merkis Reykjavíkurborgar, um að lit merkisins verði ekki breytt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Flokk fólksins er ekki sammála umsagnaraðila er varðar breytingu á bláa lit merkis Reykjavíkur og telur að ekki eigi að breyta honum frá sæbláu yfir í himinbláan. Rök fulltrúa Flokks fólksins eru þau að dökkblái liturinn, sæblár- minnir meira á stöðu Reykjavíkur sem borgar við sjóinn, en sá ljósi minnir frekar á ljósan himinn sem á betur við ef um væri að ræða borg sem ekki tengjast sjó. Borgin á að tengja sig við sjóinn og þess vegna eiga bláir tónar í öllum merkjum og skiltum borgarinnar að vera sæbláir. Litir í tölvum eiga ekki að stjórna. Flokkur fólksins leggur því til að litur merkisins haldi sér.

    Fulltrúi Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Komið var til móts við umsögn erfingja varðandi lit merkinsins sem stendur óbreyttur.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram svar Stafrænnar Reykjavíkur, dags. 10. júní 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um stafrænt merki Reykjavíkur, sbr. 4. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 29. júní 2020. R20030023

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar Stafrænnar Reykjavík, dags. 10. júní 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stafrænt merki Reykjavíkurborgar, sbr. 6. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 29. maí 2020. R20030023

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:

    1. Hvað er margir skrifstofustjórar starfandi hjá Reykjavíkurborg? 2. Hvað nefnast skrifstofurnar tæmandi talið? 3. Hvað eru margir starfsmenn á hverri skrifstofu fyrir sig tæmandi talið? 4. Er sérstök upplýsingaskrifstofa hjá Reykjavíkurborg? 5. Ef svo er – hvað eru margir starfsmenn sem starfa þar? 6. Hvað eru margir upplýsingafulltrúar starfandi hjá Reykjavíkurborg? 7. Á hvaða skrifstofum starfa upplýsingafulltrúarnir tæmandi talið? R20060131

Fundi slitið klukkan 11:18

Pawel Bartoszek Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir