No translated content text
Forsætisnefnd
Ár 2020, fimmtudaginn 17. apríl, var haldinn 271. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnað og hófst kl. 10:32. Viðstödd voru: Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Dóra Magnúsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Alexandra Briem, Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Ívar Vincent Smárason og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. apríl 2020, þar sem tilkynnt er að skrifstofu borgarstjórnar hafi borist tilkynning frá Ásgerði Jónu Flosadóttur, varaborgarfulltrúa Flokks fólksins um veikindaleyfi til og með 1. september 2020. R20010227
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. apríl 2020, þar sem tilkynnt er að borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir taki sæti í borgarstjórn að nýju að loknu fæðingarorlofi þann 1. maí 2020. R20010186
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi er varðar notkun á fjarfundarbúnaði til 2. júní 2020. R18060129
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019 varðandi notkun á fjarfundarbúnaði, ásamt fylgiskjölum. R18060129
Forsætisnefnd dregur tillöguna til baka.Fylgigögn
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. apríl 2020.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Tillaga um framlengingu á heimild til notkunar á fjarfundarbúnaði
b) Umræða um hættustig almannavarna vegna COVID-19
c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að flýta innleiðingu snjalltækni í starfsemi borgarinnar
d) Stefna í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030, sbr. 33 lið fundargerðar borgarráðs frá 12. mars 2020
e) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að nýta tómar íbúðir
f) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að samstarf skólaþjónustu og Þroska- og hegðunarstöðvar verði formgert til að m.a. stytta biðlista
g) Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um uppbyggingu hjúkrunarrýma í borginni
h) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins að hægt sé að nota frístundarkortið í sumarnámskeið sem eru að lágmarki tvær vikur en ekki tíu vikur
i) Kosning í íbúaráð Vesturbæjar R20010182 -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. apríl 2020, varðandi nýjar reglur skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar, ásamt endurskoðuðu eyðublaði. R17080118
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram erindi Einars S. Hálfdánarsonar, dags. 13. apríl 2020, varðandi úrsögn úr endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. R18060102
Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar ásamt áheyrnarfulltrúa Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í fundargerð endurskoðunarnefndar frá 8. apríl sl. kemur m.a. fram í bókun meiri hluta nefndarinnar að skv. úrskurði ráðuneytis sé Félagsbústöðum skylt að beita IFRS-staðal við gerð ársreikning sinna. Þetta er faglegt mat nefndarinnar að lokinni umfjöllun. Eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila er á verksviði endurskoðunarnefndar og því ekki forsætisnefndar, sem fjallar um starfshætti borgarstjórnar almennt, að hafa skoðun á niðurstöðum hennar eða þeim ágreiningsmun sem þar kann að koma upp.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Félagsbústaðir er óhagnaðardrifið leigufélag. Af þeim sökum er í hæsta máta óeðlilegt að félagið sé gert upp á gangvirði í samstæðureikningi borgarinnar og hefur það ráðslag verið umdeilt um árabil. Þessi aðferð fegrar ársreikning samstæðu borgarinnar og er séríslensk aðferð í reikningsskilum óhagnaðardrifinna félaga. Það verður að líta það alvarlegum augum að fulltrúi í nefndinni sem hefur menntun og reynslu í endurskoðun auk þess að vera hæstaréttarlögmaður telur ástæðu til að segja sig úr nefndinni vegna þessa máls. Undir sjónarmið Einars tekur prófessor Stefán Svavarsson sem lengi vel var einn aðal endurskoðandi Seðlabanka Íslands.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þessi afsögn er stórt högg fyrir Reykjavíkurborg. Nefndarmaður í endurskoðunarnefnd segir sig frá störfum hennar vegna ágreinings um reikningsskil. Athygli vekur afskipti skrifstofu borgarstjórnar af málinu því endurskoðunarnefnd er og á að vera óháð stjórnkerfinu. Félagsbústaðir sýna allar eignir á gangverði og gefa því ekki glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins. Ekki stendur til að selja eignasafn Félagsbústaða því það er félagslegt úrræði. Stjórn Félagsbústaða kýs samt að nota gangvirðisregluna eins og félög sem eru með starfsemi á sviði fjárfestinga í fjárfestingarfasteignum, sbr. 39. gr. laga um ársreikninga. Skilgreining á fjárfestingarfasteign samkvæmt lögunum er eftirfarandi: „Fasteign, land, bygging eða hluti byggingar, sem ætluð er til öflunar tekna, svo sem til útleigu eða í öðru ágóðaskyni, en ekki til notkunar í rekstri félags við framleiðslu, vörslu vörubirgða, þjónustu í rekstri félagsins, í stjórnunarlegum tilgangi eða til sölu í hefðbundnum rekstrartilgangi“. Því fer fjarri að þetta eigi við Félagsbústaði. Engin dæmi eru hér á landi, á norðurlöndunum eða annars staðar um um slík reikningsskil í sambærilegum félögum. Gangvirðisreglan veldur því að fleiri tugir milljarða hafa verið færðir inn í samstæðureikningsskil Reykjavíkur til að fegra bókhaldið án innistæðu. Þessari deilu hef ég nú vísað til Reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitastjórnarráðuneytisins til úrskurðar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það hlýtur að vera áfall fyrir meirihlutann að einn af fjórum endurskoðendum í endurskoðunarnefnd borgarinnar hafi sagt sig úr nefndinni. Rök hans fyrir brotthvarfinu eru alvarleg og hljóta að rýra traust almennings á nefndinni. Nú er það staðfest sem áður hefur komið fram m.a. hjá fulltrúa Flokks fólksins að reikningskilaaðferð Félagsbústaða við uppgjör á tæpum 2000 íbúðum er vafasöm. Flokkur fólksins lagði fram tillögu árið 2018 um að gerð yrði úttekt á rekstri félagsins m.a. til að skoða reikningskilaaðferðir en félagið sýnir í uppgjöri bæði hagnað og tap þar sem íbúðir eru gerðar upp á gangvirði en ekki kostnaðarvirði. Fyrirtækið er stórskuldugt og hefur árum saman ekki getað sinnt lágmarksviðhaldi á eignum. Að gera upp á gangvirði stenst hvorki skoðun né lög að mati Einars sem ráðfært hefur sig við Stefán Svavarsson prófessor. Félagsbústaðir er óhagnaðardrifið félag. Önnur ástæða fyrir brotthvarfi hans er að nefndin hafi verið meðvirk með braggabrotunum og snúið blindu auga að innihaldi braggaskýrslunar en að í henni hafi mátt ráða að sum brotin kynnu að varða við ákvæði hegningarlaga um umboðssvik. Tekur Einar svo djúpt í árina að segja að nefndinni sé ekki sómi að hafa ekki fylgt skýrslunni eftir eins og ábyrgum endurskoðendum ber að gera.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 11:42
Pawel Bartoszek Sabine Leskopf
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_1704.pdf