Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2005, fimmtudaginn 29. september, var haldinn 27. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.15. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sátu fundinn Gísli Helgason, Gunnar Eydal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 4. október n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um umfjöllun málefni einstakra hverfa í borginni.
b. Velferðarþjónusta sveitarfélaga. (að ósk bftr. Reykjavíkurlista)
c. Alþjóðasamningar á sviði umhverfismála. (að ósk bftr. Reykjavíkurlista)
2. Móttökur.
Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa frá 28. þ.m. yfir afgreiðslur skrifstofustjóra borgarstjórnar á umsóknum um opinberar móttökur, alls 12 mál. Jafnframt er fjórum erindum vísað til forsætisnefndar. Erindi um móttöku vegna norrænnar prjónaráðstefnu 29. júní ’06 samþykkt. Erindum að öðru leyti synjað.
3. ”Umhverfisvasinnn” - afhending.
Tekið verður á móti eigendum í Ráðhúsinu þar sem afhending fer fram af hálfu eigenda til Reykjavíkurborgar.
4. Forsætisnefnd samþykkir fjárstuðning vegna bókmenntahátíðar ”Í Guðrúnarhúsi” og móttöku í því sambandi kr. 100.000.
Fundi slitið kl. 14.00.
Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Stefán Jón Hafstein