No translated content text
Forsætisnefnd
Ár 2020, fimmtudaginn 13. mars, var haldinn 269. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:32. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Dóra Magnúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir, Valgerður Árnadóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 17. mars 2020.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Umræða um hættustig almannavarna vegna COVID-19 (að beiðni borgarstjóra)
b) Ferðamálastefna Reykjavíkurborgar 2020-2025, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. febrúar 2020
c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bráðaaðgerðir vegna efnahagslegra áhrifa COVID-19 á atvinnulífið í borginni
d) Stefna í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. mars 2020
e) Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um kaup Strætó bs. á metanvögnum
f) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um vaxtalausa greiðsludreifingu tímabils- og afsláttarkorta hjá Strætó bs.
g) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að samstarf skólaþjónustu og Þroska- og hegðunarstöðvar verði formgert til að saxa á biðlista
h) Kosning í innkaupa- og framkvæmdaráð R2001018 -
Lagt fram til kynningar bréf forseta borgarstjórnar, dags. 9. mars 2020, til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis varðandi notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna. R18060129
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að heimild sé fyrir því að haldnir séu fjarfundir í ráðum og nefndum borgarinnar í þeim tilvikum þegar neyðarástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. Í framhaldi af umræðum um málið á síðasta fundi forsætisnefndar sendi forseti borgarstjórnar nefndasviði Alþingis ósk um breytingar á sveitarstjórnarlögum til að gera það mögulegt halda fjarfundi ef á þarf að halda. Forseta borgarstjórnar er þökkuð skjót og góð viðbrögð og Alþingi fyrir að taka málið upp strax á næsta þingfundi.
Fylgigögn
-
Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (neyðarástand í sveitarfélagi). R20030002
Forsætisnefnd ásamt áheyrnarfulltrúum leggur fram svohljóðandi bókun:
Forsætisnefnd fagnar snöggum viðbrögðum löggjafans við ákalli um breytingar á sveitarstjórnarlögum til að stjórnsýsla sveitarstjórna geti haldist órofin í neyðarástandi. Hvað Reykjavíkurborg snertir er stjórnsýsla borgarinnar ágætlega í stakk búinn undir slíkt neyðarástand en borgin hefur þó kallað eftir breytingum til að heimila fjarfundi borgarstjórnar og nefnda á hennar vegum. Fullur skilningur er á því að víðtækari heimilda kunni að vera þörf annars staðar. Þær heimildir sem frumvarpið felur ráðherra eru mjög rúmar og ótímabundnar. Það kynni að vera heppilegra að afmarka þær við ákveðna kafla eða greinar laganna og að lögin gildi til ársloka 2020. Jafnframt má velta því upp hvort ekki sé heppilegra að bæta því við að leitað sé samráðs viðkomandi sveitarfélaga, ekki aðeins Sambands íslenskra sveitarfélaga, þegar um staðbundið neyðarástand er að ræða. Forsætisnefnd leggur til að frumvarpið verður samþykkt, að teknu tilliti til þessara sjónarmiða.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019 varðandi notkun á fjarfundarbúnaði, ásamt fylgiskjölum. R18060129
Vísað til borgarstjórnar. -
Lagt fram bréf formanns borgarráðs, dags. 10. mars 2020, varðandi samþykkt fyrir innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. mars 2020. R20020154
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. mars 2020, varðandi breytingar á fundadagatali borgarstjórnar 2020 vegna sameiginlegra funda með Reykjavíkurráði ungmenna og öldungaráði, ásamt fylgiskjölum. R20010186
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 3. mars 2020, þar sem óskað er eftir samþykki um notkun á nýju stafrænu merki fyrir Reykjavíkurborg. R20030023
Frestað.Þröstur Sigurðsson; Arna Ýr Sævarsdóttir og Birta Svavarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. mars 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fundaumsjónakerfi í borgarstjórnarsal, sbr. 12. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 27. febrúar 2020. R20020293
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins spurði um ástæðu þess að fundaumsjónarkerfið komst aldrei í gagnið. Einnig hvort hægt er að skila kerfinu og fá það endurgreitt. Í svari segir að ráðist var í breytingar á Ráðhússalnum vegna fjölgunar borgarfulltrúa. Hluti breytinganna var kaup á fundaumsjónarkerfi. Að loknu útboði á evrópska efnahagssvæðinu var gengið til samninga við Exton ehf. um kaup á búnaðinum, tilboðsfjárhæðin var kr. 22.300.567. Exton gat ekki uppfyllt kröfur sem gerðar voru í útboðsgögnum. Samkomulag náðist um riftun. Í samkomulaginu um riftun kemur m.a. fram að Reykjavíkurborg haldi eftir hörðum búnaði. Við lestur umsagnar er erfitt að sjá hversu miklum skaða borgin situr uppi með? Fram hefur komið í munnlegum upplýsingum að borgin bar skaða af þessum viðskiptum að upphæð ca. 5. milljónir. Nú segir í umsögn að nýja fyrirtækið eigi eftir að leggja mat á hvort hægt sé að nota búnaðinn?
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fundaumsjónakerfi í borgarstjórnarsalnum, sbr. 11. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 27. febrúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. mars 2020. R20020292
Tillagan er felld.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að fundaumsjónarkerfi sem ekki er í notkun í borgarstjórnarsalnum verði fjarlægt og því skilað ef mögulegt er hefur verið felld. Ferlið er rakið í umsögn þar sem borgin í gegnum útboð keypti fundarumsjónarkerfi fyrir um 22 milljónir. Fyrirtækið skilaði ekki verkinu samkvæmt útboðsgögnum. Samningnum var rift og náðust samningar um að borgin fengi m.a. að halda eftir 23 hljóðnemum sem metnir eru á 4.6 milljónir. Því er ekki til umræðu að skila kerfinu. Ljóst er að það er með öllu óljóst hvort hægt er að nota þessa hljóðnema. Það á nýtt fyrirtæki eftir að meta. Nú eru þeir á borðum eins og ljótt skraut og sennilega flestum til ama. Þess utan má segja að svona kerfi sé óþarft þar sem hingað til hafa borgarfulltrúar gengið í pontu til að veita andsvör og gera stuttar athugasemdir og það gengið ágætlega. Ekkert mælir heldur gegn því að greiða atkvæði með handaruppréttingu. Að rétta upp hönd endrum og sinnum á fundi borgarstjórnar er bara góð og holl hreyfing.
Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar ásamt áheyrnarfulltrúum Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Ekki þykir ástæða til að skila búnaðinum enda getur hann enn nýst vel, jafnt á fundum borgarstjórnar sem öðrum. Nýir aðilar hafa tekið við útsendingum. Í samstarfi við þá verður lagt verður mat á það hvenær verður unnt að hefja rafræna atkvæðagreiðslu og/eða taka upp andsvör úr sætum.
- Kl. 11:50 víkur Dóra Magnúsdóttir af fundinum
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um óundirbúnar fyrirspurnir á fundum borgarstjórnar, sbr. 9. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 31. janúar 2020.
Forsætisnefnd ásamt áheyrnarfulltrúum leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:
Lagt er til að tilraun verði gerð með óundirbúnar fyrirspurnir á fundum borgarstjórnar líkt og tíðkast á Alþingi sbr. þingskaparlög með svohljóðandi fyrirkomulagi: 1. Í upphafi hvers fundar á tímabilinu september-desember 2020, að undanskildum fundum þar sem fram fer fyrri og síðari umræða um fjárhagsáætlun, verði hálftími tekinn undir liðinn “Óundirbúnar fyrirspurnir”. 2. Á hverjum fundi verði allt að fimm óundirbúnar fyrirspurnir. 3. Fyrirspurnum verður að jafnaði beint til borgarstjóra. Heimilt er beina fyrirspurn til borgarfulltrúa, fallist borgarfulltrúinn á það. Beiðni um slíkt, ásamt upplýsingum um þann málaflokk sem spurt er um, þarf að berast borgarfulltrúanum fyrir kl. 14:00 daginn fyrir borgarstjórnarfund. Tilkynningar um fyrirspurnir skulu berast skrifstofu borgarstjórnar fyrir kl. 12:00 á fundardegi. 4. Röð fyrirspurna á hverjum fundi skal vera: Sjálfstæðisflokkur, fulltrúar meirihlutaflokkanna, Sósíalistaflokkur Íslands, Miðflokkur, Flokkur fólksins. Nýti fulltrúar meirihlutaflokkanna ekki sína fyrirspurn kemur hún í hlut Sjálfstæðisflokksins og verður sú fyrirspurn þá aftast. 5. Spyrjandi og svarandi mega einir taka til máls undir hverri fyrirspurn og mega tala tvisvar. Ræðutími skal vera 2 mínútur í fyrri umferð og 1 mínúta í seinni umferð. Ekki er heimilt að gera stutta athugasemd að loknum fyrirspurnum. 6. Ekki er heimilt að bóka undir þessum lið. Tilraunin hefjist að loknu sumarleyfi borgarstjórnar og standi til lok árs 2020 og verði þá metin af forsætisnefnd með hliðsjón af framtíðaráformum í þeim efnum. R20010402
Samþykkt.
Tillagan er samþykkt svo breytt.Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fagnað er þeirri niðurstöðu forsætisnefndar að komið verði á tilraunaverkefni um óundirbúnar fyrirspurnir í borgarstjórn í samræmi við tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á fundi forsætisnefndar þann 31. janúar sl. Þessi nýbreytni mun verða liður í að gera borgarstjórnarfundina skilvirkari og sveigjanlegri, auka upplýsingaflæði, gagnsæi og glæða áhuga almennings og fjölmiðla á borgarmálefnum. Dagskrárliður sem þessi getur m.a. verið nauðsynlegur á óvissutímum eins og nú ríkja til að miðla upplýsingum með skjótari hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar, dags. 12. mars 2020:
Forsætisnefnd leggur til að borgarstjórn samþykki að fella niður reglulegan fund sinn sem halda skal þann 7. apríl 2020 með vísan til fundadagatals borgarstjórnar fyrir 2020 og með heimild í 2. mgr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 139/2011. R20010186
Vísað til borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um trúnað á fundum. R20010186
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um tillögu Flokks fólksins sem lögð var fyrir á fundi borgarstjórnar 3. sept. 2019 um að samþykkt yrði að borgarstjórnarfundir verði túlkaðir á táknmáli. Tillögunni var vísað til forsætisnefndar og þaðan til hagsmunaaðila og aðgengisnefndar. Engin tíðindi hafa borist um að hagsmunaaðilar hafi fengið tillöguna til umsagnar. Eins og sjá má á síðustu dögum hefur færst í vöxt að fréttir og fundir ýmis konar séu táknmálstúlkaðar enda tíðindi válynd um þessar mundir og margt að gerast sem allir verða að fá upplýsingar um. Ekkert hefur frést af framvindu tillögunnar og óskar borgarfulltrúi Flokks fólksins eftir að fá upplýsingar um hvar málið er statt. Hér er um mannréttindamál að ræða og með því að táknmálstúlka fundi borgarstjórnar er borgarstjórn að framfylgja lögum. Tillagan er liður í að rjúfa enn frekar einangrun heyrnarskertra og heyrnarlausra einstaklinga. Þessi hópur á rétt á því að fá upplýsingar úr samfélaginu og þ.m.t. að geta fylgst með umræðu á sviði stjórnmálanna og öðru er snýr að störfum þeirra. Í 5. grein laganna um íslenska táknmálið sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra segir: Notendur íslenska táknmálsins eiga rétt á að upplýsingar sem birtar eru opinberlega skv. samning Sameinuðu þjóðanna sem brátt verður lögfestur. R20030136
Fundi slitið klukkan 12:26
Pawel Bartoszek Sabine Leskopf
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_1303.pdf