Forsætisnefnd - Fundur nr. 263

Forsætisnefnd

Ár 2019, föstudaginn 15. nóvember, var haldinn 263. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:32. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Marta Guðjónsdóttir og Dóra Magnúsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Alexandra Briem, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir, Elín Sigurðardóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Ívar Vincent Smárason og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. nóvember 2019.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Tillaga um breytingu á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum Grafarvogi, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. nóvember 2019

    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag Stekkjarbakka Þ73

    c)    Umræða um uppfærða húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. nóvember 2019

    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um stofnun íbúðafélags Reykjavíkurborgar

    e)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um sérstaka stuðningsþjónustu fyrir börn alkóhólista

    f)    Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um að bæta umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur við stofnbrautir R19010084

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. október 2019, þar sem tilkynnt er um framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Viðreisnar. R19010103

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar:

    Lagt er til að fundið verði rými í Ráðhúsinu sem almenningur geti leigt út fyrir athafnir á borð við hjónavíglsur. Viðburðarstjóra Ráðhússins er falið að semja reglur um útleigu og verðskrá vegna hennar.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R19110094

    Vísað til umsagnar viðburðarstjórnar Ráðhússins.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um mögulegan sameiginlegan opinn fund með mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði 10. desember 2019. R19010103

  5. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. október 2019, varðandi afgreiðslu á tillögu forsætisnefndar um viðhorfskönnun meðal kjörinna fulltrúa, sbr. 7. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 27. september. R19040052

    Fylgigögn

  6. Lögð fram að nýja tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um afnám skyldu til að fylgja siðareglum, sbr. 9. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 11. október 2019. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. nóvember 2019. R18060129

    Tillagan er felld.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar ásamt áheyrnarfulltrúum Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Skylda sveitarstjórnar til að setja sér siðareglur er skýr í lögum. Borgarstjórn samþykkti nýjar siðareglur með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. Við tökum ekki undir þau sjónarmið að leita þurfi skýringar ráðuneytis á þeim vangaveltum sem fram koma í tillögunni. Hún er því felld með vísan til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins lagði til að fengið yrði mat hjá ráðuneytinu á hvernig það samræmist að segja í lögum að setja eigi siðareglur og að öllum kjörnum fulltrúum beri að fara eftir þeim þegar reyndin er sú að engin er skyldugur til að samþykkja siðareglur eða fylgja þeim og engin viðurlög eru heldur ef viðkomandi brýtur siðareglur? Þar sem borgarfulltrúa þykir þetta óljóst var lagt til að fá leiðbeiningar og skýringa hjá ráðuneytinu. Þessi tillaga hefur verið felld í forsætisnefnd. Í umsögn frá skrifstofu borgarstjórnar kemur fram að þetta sé alls ekki óljóst og því sé ekki nauðsynlegt að leita formlega til ráðuneytisins vegna túlkunar á ákvæðinu. Fulltrúa Flokks fólksins finnst áfram mikilvægt að fengið verði mat ráðuneytisins á þessu og einnig SÍS og mun því sjálfur taka það að sér að senda erindið þangað.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. september 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um skipan í hverfisráð, sbr. 21. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 14. júní 2019. R18060129

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fordæmt er hvað svör við fyrirspurnum kjörinna fulltrúa berast seint og illa. Fyrirspurn þessi var lögð fram hinn 14. júní 2019. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við svör sem koma fram í fyrirspurninni. Alveg er runnið blint í sjóinn með kostnað hvað varðar slembivalið. Þetta er rándýr lýðræðistilraun á kostnað útsvarsgreiðenda. Það er með ólíkindum að ekki sé hægt að gefa upp endanlegan kostnað vegna slembivalsins.

    Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar ásamt áheyrnarfulltrúum Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Slembival er nýstárleg tilraun í íbúalýðræði, sem ætlað er að auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku og upplýsinga- og skoðanaskiptum, með því að hleypa að borðinu fólki sem hefði kannski ekki sóst eftir, eða fengið, sæti í slíku ráði að eigin frumkvæði, og fá þar með inn sjónarmið og hugmyndir sem ellegar hefðu kannski ekki heyrst.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:

    Hvað er endalegur kostnaður við slembival í íbúaráðin tæmandi talið, s.s. útsendur bæklingur, þýðingar, auglýsingar og annað. R18060129

    Vísað til umsagnar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.

Fundi slitið klukkan 11:35

Pawel Bartoszek Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
forsaetisnefnd_1511.pdf