Forsætisnefnd - Fundur nr. 261

Forsætisnefnd

Ár 2019, föstudaginn 27. september, var haldinn 261. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:31. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Valgerður Sigurðardóttir, Dóra Magnúsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Ívar Vincent Smárason. Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 1. október 2019.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnum uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til 2033 – fyrri umræða
    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samflot og samferðabrautir í Reykjavík
    c)    Laugavegur sem göngugata, deiliskipulag, og tillaga um göngugötur 2019-2020, sbr. 5. og 6. lið fundargerðar borgarráðs 26. september 2019
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins um rekstur grunnskóla í Staðahverfi í Grafarvogi
    e)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að hluti áfengisgjalds renni til sveitarfélaga
    f)    Umræða um áhrif lokun Laugavegar á rekstraraðila og íbúa og kostnaður útsvarsgreiðenda við framkvæmdir til að gera götuna að göngugötu (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)
    g)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að notkun frístundakorts verði í samræmi við markmið þess og afnám skilyrða vegna fjárhagsaðstoðar
    h)    Kosning í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð
    i)    Kosning i stjórn Faxaflóahafna R19010084

    -    Kl. 10:38 tekur Vigdís Hauksdóttir sæti á fundinum.
    -    Kl. 10:48 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. september 2019, varðandi yfirlit yfir mætingu kjörna fulltrúa í borgarstjórn, borgarráð, forsætisnefnd og fagráð júní-desember 2018, ásamt fylgiskjölum. R19080177

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga forseta borgarstjórnar:

    Lagt er til að forsætisnefnd samþykki að gera breytingu á framlagningu yfirlits yfir mætingar kjörinna fulltrúa á fundi ráða og nefnda. Framvegis verði lagt fram yfirlit yfir mætingu aðalmanna, ásamt setu varamanna í ráðum og nefndum sem greitt er sérstaklega fyrir. Slíkt yfirlit verði lagt fyrir forsætisnefnd með reglulegum hætti, að lágmarki hálfsárslega.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R19080177
    Samþykkt.

    Lögð fram svohljóðandi bókun forsætisnefndar:

    Þar sem nákvæm mínútutalning er tímafrek og þarmeð kostnaðarsöm í núverandi tækniumhverfi er lagt til að horfið verði um stund til þess fyrirkomulags sem áður tíðkaðist að haldið verði fyrst og fremst utan um mætingu aðalmanna og kostnaðar vegna mætingu varamanna. Jafnframt leggur forsætisnefnd áherslu á að fundnar verði tæknilausnir til að birta fundargerðir á véllesanlegu sniði svo auðveldara verði að ná í nákvæmar upplýsingar um mætingu fulltrúa í framtíðinni.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. september 2019, vegna endurskoðunar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, ásamt fylgiskjölum. Fyrri umræða fór fram á fundi borgarstjórnar þann 18. júní. R18060129
    Frestað.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 24. september 2019, varðandi breytingu á samþykkt skóla- og frístundaráðs. R18060129
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. september 2019, varðandi endurskoðun reglna um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar, ásamt fylgiskjölum. R17080118
    Samþykkt að haldinn verði kynningarfundur fyrir þá sem reglurnar ná til og málið tekið til endanlegrar afgreiðslu í framhaldi á því.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga forseta borgarstjórnar, dags. 24. september 2019, ásamt fylgiskjölum:

    Á fundi borgarstjórnar 20. febrúar 2018 voru lagðar fram og samþykktar tillögur forsætisnefndar og ofbeldisvarnarnefndar um hvernig bregðast skuli við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar. Tillaga nr. 1. miðar að því að meta umfang vandans og varðar bæði starfsmenn Reykjavíkurborgar og kjörna fulltrúa. Gert er ráð fyrir því að framkvæmd verði sambærileg viðhorfskönnun meðal kjörinna fulltrúa og gerð hefur verið undanfarin ár meðal starfsfólks þar sem spurt er um áreitni, fordóma o.fl. Lagt er til að forsætisnefnd samþykki að leita til Sambands íslenskra sveitarfélaga með að láta framkvæma könnun meðal sveitarstjórnarfólks á Íslandi þar sem m.a. verði spurt um kynbundna og kynferðislegri áreitni, kynbundið ofbeldi og fordóma í starfsumhverfi sveitarstjórnarfólks. Þar með fari fram heilstæð úttekt á starfsumhverfi sveitarstjórnarfólks sem nýst geti við vinnu aðgerðaráætlanir á vettvangi sambandsins og einstakra sveitarfélaga, og við hugsanlegar lagabreytingar í framtíðinni. R19040052

    Samþykkt.

    Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar ásamt áheyrnarfulltrúum Pírata og Vinstri grænna:

    Meirihluti forsætisnefndar að telur mikinn kost ef tækist að undirbúa könnun eins og hér er lögð til ða vettvangi Sambandsins. Engu að síður er lögð er á það áhersla á að verði ekki áhugi á samstarfi um gerð slíkrar könnunar hjá öðrum sveitarfélögum muni Reykjavíkurborg leita leiða til að leita eftir viðhorfum núverandi og fyrrverandi kjörinna fulltrúa í Reykjavík engu að síður.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um opna fundi borgarstjórnar með borgarbúum, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. ágúst 2019. R19080067
    Vísað til meðferðar stýrihóps um mótun lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga forseta borgarstjórnar, dags. 25. september 2019:

    Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlun verða eftirfarandi liðir á dagskrá; frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 ásamt greinargerð og starfsáætlunum, frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2020-2024, tillögur borgarstjóra um álagningarhlutfall, gjalddagaskiptingu, fyrirkomulag afsláttar og gjaldskráa 2020 og bundnir liðir borgarstjórnar s.s. fundargerðir. Fyrri umræða skal hefjast kl. 12:00 sammælist forsætisnefnd að einungis oddvitar taki til máls. Við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlun verða eftirfarandi liðir á dagskrá; fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020; síðari umræða ásamt breytingatillögum, fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2020-2024; síðari umræða ásamt breytingartillögum og bundnir liðir borgarstjórnar s.s. fundargerðir. Síðari umræða skal hefjast kl. 10:00. R19010103

    Samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:48

Pawel Bartoszek Sabine Leskopf

Marta Guðjónsdóttir