Forsætisnefnd - Fundur nr. 25

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2005, fimmtudaginn 1. september, var haldinn 25. fundur ar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.05. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sátu fundinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ólafur F. Magnússon og Gunnar Eydal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa, dags. 30. f.m. yfir afgreiðslur skrifstofustjóra borgarstjórnar á umsóknum um opinberar móttökur, 6 mál alls.

2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag varðandi viðauka nr. 1.5 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar um afgreiðslur framtalsnefndar á útsvarsmálum án staðfestingar borgarráðs; vísað til forsætisnefndar og borgarstjórnar á fundi borgarráðs í dag.
Ekki komu fram athugasemdir við málið af hálfu forsætisnefndar.

3. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 6. september n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a. Tillaga Ólafs F. Magnússonar um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
b. Framtíð Vatnsmýrarinnar (R)
c. Nýtt leiðakerfi Strætó bs. (R)
d. Starfsmannamál leikskóla og frístundaheimila (R)
e. Málefni starfsmanna gæsluvalla (S)

Fundi slitið kl. 14.15

Alfreð Þorsteinsson

Stefán Jón Hafstein