Forsætisnefnd - Fundur nr. 259

Forsætisnefnd

Ár 2019, föstudaginn 3. september, var haldinn 259. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:35. Viðstödd voru Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir, Alexandra Briem og Elín Oddný Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2018, um kosningu forseta borgarstjórnar á fundi borgarstjórnar 19. júní 2018, þar sem fram kemur að Pawel Bartoszek hafi verið kjörin forseti borgarstjórnar til eins ár og að Sabine Leskopf, Eyþór Laxdal Arnalds, Guðrún Ögmundsdóttir og Marta Guðjónsdóttir hafi verið kjörin 1., 2., 3. og 4. varaforsetar

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. júní 2019, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 18. júní 2019 hafi verið samþykkt að Gunnlaugur Bragi Björnsson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Hildur Björnsdóttir, Alexandra Briem og Valgerður Sigurðardóttir taki sæti sem varamenn í forsætisnefnd. Jafnframt er lagt fram bréf skrifsofu borgarstjórnar, dags. 21. júní 2019, þar sem tilkynnt er að Diljá Ámundadóttir taki sæti sem varamaður í forsætisnefnd í stað Gunnlaugs Braga Björnssonar.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. júní 2019, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 18. júní 2019 voru Hjálmar Sveinsson og Sanna Magdalena Mörtudóttir kosnir skrifarar borgarstjórnar. Jafnframt er tilkynnt að Skúli Helgason og Örn Þórðarson til hafi verið kosnir varaskrifarar.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. ágúst 2019, þar sem tilkynnt er að Alexandra Briem taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd. Jafnframt er tilkynnt að Dóra Björt Guðjónsdóttir taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 3. september 2019.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um hönnunarsamkeppni um nýja leik- og grunnskóla í Skerjafirði og Vogabyggð
    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um snjallvæðing í umferðar- og ljósastýringu 2020
    c)    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um innleiðingu matarstefnu
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að leita til Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna útsvars á fjármagnstekjur
    e)    Umræða um skýrslu innri endurskoðunar um úthlutun fjárhagsramma og rekstur grunnskóla Reykjavíkur (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Miðflokksins)
    f)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um táknmálstúlkun á fundum borgarstjórnar
    g)    Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins, Egils Þórs Jónssonar, Mörtu Guðjónsdóttur, Arnar Þórðarsonar og Björns Gíslasonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og borgarfulltrúa Flokks fólksins um umhverfismat vegna landfyllingar við Skerjafjörð
    h)    Umræða um ábyrgð borgarinnar á þeim sem þiggja mataraðstoð frá frjálsum félagasamtökum (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
    i)    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts og þriggja til vara; formannskjör
    j)    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Breiðholts og þriggja til vara; formannskjör
    k)    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals og þriggja til vara; formannskjör
    l)    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Grafarvogs og þriggja til vara; formannskjör
    m)    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Kjalarness og þriggja til vara; formannskjör
    n)    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis og þriggja til vara; formannskjör
    o)    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Laugardals og þriggja til vara; formannskjör
    p)    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Miðborgar og Hlíða og þriggja til vara; formannskjör
    q)    Kosning þriggja fulltrúa í íbúaráð Vesturbæjar og þriggja til vara; formannskjör
    r)    Kosning í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð
    s)    Kosning í umhverfis- og heilbrigðisráð
    t)    Kosning í fjölmenningarráð
    u)    Kosning í öldungaráð, formannskjör
    v)    Kosning í stjórn Faxaflóahafna, formannskjör
    w)    Kosning í stjórn SORPU bs.
    x)    Kosning í stjórn Strætó bs.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 15. ágúst 2019, varðandi staðfestingu ráðuneytisins á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar vegna viðauka 2.3 um embættisfærslur skipulagsfulltrúa.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 8. ágúst, varðandi staðfestingu ráðuneytisins á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ánægjulegt er að þessar fallegu og einföldu siðareglur sem samdar voru af fulltrúum meiri- og minnihluta í sameiningu og samþykktar í borgarstjórn með yfirgnæfandi hætti hafi nú tekið gildi. Fullur hugur er hjá  meirihluta borgarstjórnar að fylgja siðareglum bæði í orði og anda, og eru allir aðrir borgarfulltrúar hvattir til þess einnig, óháð því hvort þeir hafi staðið að samþykkt þeirra eður ei.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir ásamt áheyrnarfulltrúum Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins, Miðflokksins og Marta Guðjónsddóttir Sjálfstæðisflokki eru ekki mótfallnar þessum reglum enda listi af almennum kurteisisreglum sem innbyggðar ættu að vera í hverja manneskju. Í umhverfi sem ríkir hér í borgarstjórn höfum við hins vegar ekki trú á að reglur sem þessar verði teknar alvara. Oft er  farið í manninn í umræðunni og reynt að klekkja á minnihlutafulltrúum. Sem dæmi var það mjög óviðeigandi þegar reglur skráningu fjárhagslegra hagsmuna borgarfulltrúa voru ræddar á borgarstjórnarfundir í vor þegar sá óviðeigandi hlutur gerðist að forseti borgarstjórnar réðist skyndilega á annan fulltrúa og heimtaði að vita um eignir hans og samhliða dylgja um viðkomandi fulltrúa. Aftur núna voru persónulegir hagsmunir borgarfulltrúa ræddir í fréttum á Rúv af sama borgarfulltrúa meirihlutans. Það getur varla samræmst siðareglur að ræða persónulega þætti borgarfulltrúa á opinberum vettvangi hvað þá að draga slíkt inn í dagskrárliði borgarstjórnar sem eru í beinni útsendingu.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um mætingar í ráð og nefndum Reykjavíkurborgar.

  9. Lagt fram yfirlit yfir samþykktar móttökur á vegum Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2019, varðandi fundadagatal borgarstjórnar 2018-2019.

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um þóknun til fulltrúa í íbúaráðum Reykjavíkurborgar.

  12. Fram fer umræða um vinnudag forsætisnefndar.
    Samþykkt að vinnudagur forsætisnefndar verði frá 13-14 27. september 2019 og að Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Marta Guðjónsdóttir og Vigdís Hauksdóttir myndi hóp um skipulagningu vinnudagsins.

  13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2019, þar sem tilkynnt er um veikindaleyfi Guðrúnar Ögmundsdóttur borgarfulltrúa.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2019, þar sem tilkynnt er um fæðingarorlof Kristínar Soffíu Jónsdóttur borgarfulltrúa.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. ágúst 2019, þar sem óskað er eftir að gerð verði orðalagsbreyting á samþykkt fyrir skóla- og frístundaráð.

    Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga forseta:

    Lagt er til að skrifstofustjóra borgarstjórnar verði falið að vinna tillögu að breytingu á samþykkt skóla- og frístundaráðs samkvæmt erindinu og leggja fram á næsta fundir forsætisnefndar.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 11. júní 2019, varðandi afgreiðslu á tillögu fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða um aukna viðveru hjúkrunarfræðings á skólatíma.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 21. ágúst 2019, þar sem svohljóðandi bókun fjölmenningarráðs er send borgarstjórn:

    Fjölmenningarráð hvetur borgarstjórn Reykjavíkur að senda frá sér skýra og áberandi yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á skuldbindingu borgarinnar við „interculturalisma“, þ.e. fjölbreytni, jafnrétti og samleik í borgarsamfélaginu. Í Reykjavík búa nú um 21 þúsund íbúar af erlendum uppruna og fer þeim sífellt fjölgandi. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg sýni með afgerandi hætti stuðning sinn við fjölbreytni í borginni. Borgin er m.a. aðili að verkefninu Intercultural Cities og það verkefni getur veitt Reykjavíkurborg mikinn stuðning í því að bæta sig frekar í þessum málaflokki.

    Fylgigögn

  18. Lögð fram drög að dagskrá sameiginlegs fundar borgarstjórnar með ofbeldisvarnarnefnd 10. september 2019.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir:

    a.)    Ávarp borgarstjóra
    b.)    Aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í ofbeldisvarnarmálum.
    c.)    Öruggir skemmtistaðir. Samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Reynslan af verkefninu og næstu skref.
    d.)    Raunverulegar stjörnur. Samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Samtaka aðila í ferðaþjónustu sem beinist að því að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum.
    e.)    Umræður borgarfulltrúa og fundargesta.

  19. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. ágúst 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um móttökureglur sbr. 22. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 14. júní 2019. 

    Áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins þakkar svarið og leggur til i framhaldi að í hvert skipti sem boðið er til móttöku að fram komi tilefnið og hvernig það þjóni hagsmunum Reykjavíkurborgar og Reykvíkinga og/eða samræmist  hlutverki Reykjavíkur sem höfuðborgar og hvernig það sé í samræmi við samþykkta stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Ennfremur er óskað eftir þegar boðið er til móttöku að fram komi upplýsingar um áætlaðan kostnað og fljótlega eftir að viðburði líkur eða í næsta yfirliti sem lagt er fram komi þá endanlegur kostnaður vegna sérhverrar móttöku.

    Fylgigögn

  20. 20.    Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. ágúst 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um afgreiðslu á tillögu um gjaldsfrjáls námsgögn sbr. 23. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 14. júní 2019.

    Fylgigögn

  21. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Flokkur fólksins þakkar svarið og leggur til i framhaldi að  í hvert skipti sem boðið er til móttöku að fram komi tilefnið og hvernig það þjóni hagsmunum Reykjavíkurborgar og Reykvíkinga og/eða samræmist hlutverki Reykjavíkur sem höfuðborgar og hvernig það sé í samræmi við samþykkta stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Ennfremur er óskað eftir þegar boðið er til móttöku að fram komi upplýsingar um áætlaðan kostnað og fljótlega eftir að viðburði líkur eða í næsta yfirliti sem lagt er fram komi þá endanlegur kostnaður vegna sérhverrar móttöku.

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara

    -    Kl. 11:42 víkur Vigdís Hauksdóttir sæti á fundinum.
    -    Kl. 11:44 víkur Elín Oddný Sigurðardóttir sæti á fundinum.
    -    Kl. 11:45 tekur Baldur Borgþórsson sæti á fundinum.