Forsætisnefnd - Fundur nr. 256

Forsætisnefnd

Ár 2019, föstudaginn 3. maí, var haldinn 256. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:32. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 2. maí 2019, um að fella niður reglulegan fund borgarstjórnar þann 21. maí nk. R19010103

  2. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 3. apríl 2019, þar sem forsætisnefnd er hvött til að fylgja eftir tillögum sem samþykktar voru í borgarstjórn vegna #metoo og eru á ábyrgð nefndarinnar. R19040052

    Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Forsætisnefnd óskar eftir að formaður ofbeldisvarnarnefndar verði boðaður á næsta fund vegna málsins.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 7. maí 2019.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018, sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. apríl 2019 – fyrri umræða
    b)    Tillögur stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. maí 2019
    c)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um öruggari gangbrautir í Reykjavík
    d)    Umræða um hlutverk Reykjavíkurflugvallar í öryggiskerfi landsins (að beiðni borgarfulltrúar Miðflokksins)
    e)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að byggt verði við Brúarskóla og hann stækkaður
    f)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um breytingar á eigendastefnu Félagsbústaða R19010084

    Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Forsætisnefnd samþykkir að við fyrri umræðu um ársreikning Reykjavíkur fyrir árið 2018 taki einn fulltrúi til máls fyrir hvern flokk í borgarstjórn og að ræðutími verði bundinn við 45 mínútur en 60 mínútur fyrir borgarstjóra. Jafnframt er samþykkt að fundurinn hefjist kl. 13:00.

    -    Kl. 11:01 víkur Vigdís Hauksdóttir af fundinum.

  4. Fram fer kynning á ferðatilhögun vegna Norrænu höfuðborgaráðstefnunnar 2019 sem fer fram í Osló 21. og 22. maí 2019. R18020059

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 30. apríl 2019, með yfirliti yfir samþykktar móttökur Reykjavíkurborgar. R18040007

    Fylgigögn

  6. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um opna fundi nefnda og ráða Reykjavíkurborgar, sbr. 5. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 1. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar um tillöguna, dags. 13. mars 2019. R19030003
    Samþykkt að vísa tillögunni frá.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá þar sem hún samræmist ekki 46 gr. sveitarstjórnarlaga þar sem fram kemur að nefndarfundir sveitarfélaga skulu almennt haldnir fyrir luktum dyrum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er slæmt að þetta skuli ekki vera hægt. Meginreglan er að fundir séu lokaðir eins og segir í lögum en ef ákveðið er að hafa þá opna þá er ekkert sem bannar að þeim sé streymt. Hugmynd borgarfulltrúa Flokks fólksins með þessari tillögu er að teknar verði hljóðupptökur af fundum með hagkvæmum hætti sem eru síðan aðgengilegar á vef borgarinnar, sem sagt að fundir séu opnir. Annar flokkur í minnihluta hefur lagt þetta til að gefnu tilefni. Séu fundir opnir eru mun meiri líkur á að þeir fari fram með sómasamlegum hætti en eins og allir vita hefur það ekki alltaf verið þannig. Fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað kvartað undan fundarofbeldi af hálfu meirihlutans, þar sem þeim er stundum af hörku bannað að tjá sig. Með því að hafa fundi opna eykst auk þess gegnsæi og gerir almenningi og fjölmiðlum kleift að fylgjast betur með störfum borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að minnka kostnað vegna funda borgarstjóra, sbr. 10. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 15. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara um tillöguna, dags. 24. apríl 2019. R18060129
    Frestað.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. febrúar 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 13. febrúar á tillögu að breytingu á viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar vegna fullnaðarafgreiðsluheimilda umhverfis- og skipulagssviðs, sbr. 10. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 2. apríl 2019 og 2. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 29. mars 2019. R18110228
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að fundargerðir stjórnar Félagsbústaða verði lagðar fram reglulega í borgarráði og þær jafnframt settar á vef Reykjavíkurborgar. Slíkt vinnulag eykur gagnsæi og ber vott um vandaða stjórnsýslu. R19050038

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 11:37

Dóra Björt Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek

Sabine Leskopf Marta Guðjónsdóttir