Forsætisnefnd
Ár 2019, föstudaginn 26. apríl, var haldinn 255. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:31. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá sameiginlegs fundar borgarstjórnar og fjölmenningarráðs 30. apríl 2019.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Tillaga um að kynna reglur um aðild að frístundakortinu á fleiri tungumálum
b) Tillaga um tilraunaverkefni um rafræna upplýsingagjöf
c) Tillaga um að menntun verði metin og viðurkennd
d) Tillaga um fjölgun brúarsmiða
e) Tillaga um heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðuSabine Leskopf og Joanna Marcinkowska taka sæti á fundinum undir þessum lið. R19010084
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar:
Lagt er til að fram fari umræða á fundi forsætisnefndar um samþykktir um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa í Reykjavíkurborg.
Vísað til skrifstofu borgastjórnar. R19010084
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Borgarfulltrúi Flokks fólksins minnist þess að samþykkt hafi verið í borgarstjórn eitthvað í átt við það sem borgarfulltrúi lagði til í september 2018 um að borgarráð samþykkti auknar fjárheimild til hægt sé að taka saman allar fyrirspurnir og tillögur flokkanna á kjörtímabilinu, ásamt greinargerðum og afgreiðslum og setja upp með samræmdu sniði í eitt skjal sem birta skal á vef borgarinnar. Tilgangurinn er að auka gagnsæi og gera borgarbúum auðveldara með að fylgjast með málum sem lögð eru fram í borginni. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill vita hvað veldur þessari töf? R18090188
Fundi slitið klukkan 11:34
Dóra Björt Guðjónsdóttir Marta Guðjónsdóttir