Forsætisnefnd - Fundur nr. 254

Forsætisnefnd

Ár 2019, föstudaginn 29. mars, var haldinn 254. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8:00. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Guðrún Ögmundsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þór Elís Pálsson. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. mars 2019, um að fella niður reglulegan fund borgarstjórnar þann 16. apríl nk. R19010103
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. febrúar 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 13. febrúar á tillögu að breytingu á viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar vegna fullnaðarafgreiðsluheimilda umhverfis- og skipulagssviðs, sbr. 3. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 15. mars 2019. R18060129
    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 2. apríl 2019.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um deilisamgöngur
    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að styðja við íþróttafélög í Reykjavík að koma á fót rafíþróttadeildum
    c)    Umræða um auglýsinga- og kynningarkostnað Reykjavíkurborgar sl. 10 ár, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. febrúar 2019 (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að lokun Laugavegar og Skólavörðustígs verði frestað og viðhorf borgarbúa til lokunarinnar kannað
    e)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um samráð við notendur Strætó vegna leiðakerfisbreytinga
    f)    Umræða um stöðu hverfisráða (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)
    g)    Kosning í aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks
    h)    Kosning í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur R19010084

    Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nöfn vegna kosningar í aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks munu liggja fyrir mánudaginn 1. apríl.

  4. Fram fer umræða um breytingar á opnunartíma Ráðhúss og nýtingu fundarherbergja. R19010103

  5. Fram fer umræða um Norrænu höfuðborgarráðstefnuna 2019 sem fer fram í Osló 21. og 22. maí 2019. R18020059

  6. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að fundir séu opnir, sbr. 5. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 1. mars 2019 og 8. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 15. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. mars 2019. R19030003
    Frestað.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins um aðgang starfsmanna flokka að stjórnsýslu borgarinnar, sbr. 12. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 14. september 2019. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. mars 2019. R18100239
    Vísað til meðferðar skrifstofu borgarstjórnar.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 08:54

Dóra Björt Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek

Marta Guðjónsdóttir