Forsætisnefnd - Fundur nr. 253

Forsætisnefnd

Ár 2019, föstudaginn 15. mars, var haldinn 253. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:34. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Guðrún Ögmundsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. mars 2019.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Reglur Reykjavíkurborgar um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk, sbr. 2. lið fundargerðar velferðarráðs frá 13. mars 

    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðgerðir í loftgæðamálum

    c)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lægstu laun

    d)    Umræða um Gagnaveitu Reykjavíkur (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)

    e)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um aukna talmeinaþjónustu í grunnskólum

    f)    Kosning í barnaverndarnefnd Reykjavíkur R19010084

  2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 13. mars 2019, varðandi samþykkt fyrir aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks. R19020099

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. febrúar 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 13. febrúar á tillögu að breytingu á viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar vegna fullnaðarafgreiðsluheimilda umhverfis- og skipulagssviðs. R18060129

    Frestað.

  4. Fram fer umræðu um Norrænu höfuðborgarráðstefnuna 2019 sem fer fram í Osló 21. og 22. maí 2019 og stjórnarfund í Vestnorræna höfuðborgarsjóðnum sem áætlað er að haldin verði í Reykjavík 28. og 29. maí 2019. R18020059

  5. Fram fer umræðu um endurskoðun siðareglna fyrir kjörna fulltrúa og næsta siðareglufund borgarstjórnar. R18060141

    Fylgigögn

  6. Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um skráningu fjárhagslega hagsmuna kjörinna fulltrúa. R17080118

    Vísað til umsagnar fjármálaskrifstofu og innri endurskoðunar.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 13. mars 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um sundurliðaðan kostnað vegna fundarherferðar borgarstjóra, sbr. 4. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 16. nóvember 2018. R18110228

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjóri fór í mikla fundarherferð í aðdraganda síðustu kosninga og notaði til þess opinbert fé. Nú hefur komið í ljós að notaðar voru 5 milljónir af útsvarsgreiðslum Reykvíkinga í miðri kosningabaráttu. Um 1,2 milljón fóru í auglýsingakostnað og 2,4 milljónir í hljóðkerfi, upptökur og streymi. Veitingar og framleiðsla voru tæpar 1,3 milljón. Nú þegar hefur verið upplýst að farið var á svig við persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna vegna ólöglegrar snertingar við ákveðna kjósendur sbr. úrskurð Persónuverndar. Sá úrskurður hefur þegar verið kærður til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og erindið verður sent á næstu dögum til dómsmálaráðuneytisins til frekari meðferðar. Nú er upplýst að 5 milljónum var eytt úr borgarsjóði í kosningabaráttuna í funarherferð borgarstjóra. Bæði þessi mál eru miklir áfellisdómar yfir störf borgarstjóra. Borgarfulltrúi Miðflokksins fordæmir þessi vinnubrögð í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga sem skapaði augljósan mismunun á milli þeirra flokka sem voru í framboði.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í svari frá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara við fyrirspurn um sundurliðaðan kostnað vegna fundarherferðar borgarstjóra má sjá óheyrilegan kostnað við hljóðtökur, upptökur og streymi. Fundirnir voru alls 13 á árinu 2018 og kostnaður við hljóðkerfi og upptökur eru á þriðju milljón. Á fundi sem haldinn var 1. febrúar 2018 kostaði hljóðkerfi og upptökur 554.935 kr. og alls kostaði þessi eini fundur tæpa milljón. Hér eru um mikla peninga að ræða fyrir einn fund og kostnaður við hljóðkerfi og upptöku varla réttlætanlegur. Eftir því er tekið að mikill munur er á hvað hljóðupptökur kosta. Lægsta tala fyrir hljóðupptökur á einum fundi er 102.400 kr. Alls kostuðu þessir 13 fundir 5.491.000 kr. Ekki er fram hjá því litið að þessir fundir voru allir í aðdraganda kosninga.

    Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Vegna framlagningar kostnaðar vegna funda borgarstjóra á fyrri hluta árs 2018, þá er eðlilegt að streyma slíkum fundum til borgarbúa, í því liggur stærsti hluti  kostnaðar. Það er krafa borgarbúa að geta fylgst með fjarri fundarstaðar, lýðræðið kostar en mikilvægt er að reyna að ná sem bestum samningum hvað varðar slíkan kostnað.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að fundir borgarráðs auk funda nefnda og ráða á vegum Reykjavíkurborgar verði opnir almenningi. Á því verði sú undantekning að fundir verði lokaðir þegar trúnaðarmál eru til umfjöllunar. Ástæða fyrir að þessi tillaga er lögð fram er að borgarfulltrúi Flokks fólksins telur að með því að hafa fundina opna er líklegra að þeir fari betur fram og að samskipti á þeim verði betri en áður. Markmiðið er einnig að með því að hafa fundina opna eykur það gegnsæi og gerir almenningi og fjölmiðlum þannig kleift að fylgjast betur með störfum borgarstjórnar.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R19030003

    Frestað.

    Fylgigögn

  9. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um kostnað við hljóðupptökur á 13 opnum fundum borgarstjóra 2018? Hvaða var þessi þjónusta keypt og var verkefnið boðið út. Spurt er hvað skýrir þennan mikla mun á þessum kostnaði frá einum fundi til annars? R18110228

  10. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Borgarfulltrúi leggur til að fundnar verði hagkvæmari leiðir fyrir borgarstjóra að halda opna fundi þar sem kostnaður t.d. við hljóðupptökur á þessum fundum verði lægri. R18110228

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 11:53

Dóra Björt Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek

Marta Guðjónsdóttir