Forsætisnefnd - Fundur nr. 252

Forsætisnefnd

Ár 2019, föstudaginn 1. mars, var haldinn 252. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:34. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Guðrún Ögmundsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal og Dagný Magnea Harðardóttir.
Bjarni Þóroddsson ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um fyrirkomulag borgarstjórnarfunda og dagskrá borgarstjórnar.

    -    Kl. 11:11 víkur Pawel Bartoszek af fundinum og Gunnlaugur Bragi Björnsson tekur þar sæti.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Miðflokksins ítrekar enn og aftur nauðsyn þess að byrja borgarstjórnarfundi kl. 9:00 á morgnana í stað 14:00. Reykjavíkurborg á að vera í fararbroddi sem fjölskylduvænn vinnustaður. Það að halda fólki í Ráðhúsinu, bæði kjörnum fulltrúum og starfsfólki borgarinnar, langt fram á nótt þegar borgarstjórnarfundir eru haldnir vinnur mjög á móti því markmiði.

  2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 5. mars 2019.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Umræða um nýja starfsemi sem heldur utan um stuðningsþjónustu á vegum velferðarsviðs, sbr. 3. lið fundargerðar velferðarráðs frá 6. febrúar 2019 (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kjarapakka Reykjavíkurborgar
    c)    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um að gera Miðbakkann aftur að almannarými
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um auglýsingaherferð til að gera réttindi leigjenda sýnilegri
    e)    Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um að fella niður ólöglega álögð innviðagjöld
    f)    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um bílastæðaklukkur

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 20. febrúar 2019, varðandi fjárframlög til stjórnmálasamtaka í borgarstjórn árið 2019, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram yfirlit yfir móttökur sem samþykktar voru á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara skv. 5. gr. reglna um móttökur.

    -    Kl. 12:02 víkur Líf Magneudóttir sæti á fundinum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur áður lagt til að í yfirliti yfir móttökur komi fram sundurliðaður kostnaður við móttökuna og að fram komi hver (hverjir) óskaði eftir að móttakan færi fram og í hvaða tilgangi. Í yfirliti sem nú er birt kemur hvorugt fram. Það er mikilvægt að borgarbúar sem eru með útsvari sínu að greiða þessar móttökur geti fylgst með þeim, kostnaði og séu upplýstir um hver eigi frumkvæði að þeim.

  5. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að fundir borgarráðs auk funda nefnda og ráða á vegum Reykjavíkurborgar verði opnir almenningi. Á því verði sú undantekning að fundir verði lokaðir þegar trúnaðarmál eru til umfjöllunar. Ástæða fyrir að þessi tillaga er lögð fram er að borgarfulltrúi Flokks fólksins telur að með því að hafa fundina opna er líklegra að þeir fari betur fram og að samskipti á þeim verði betri en áður. Markmiðið er einnig að með því að hafa fundina opna eykur það gegnsæi og gerir almenningi og fjölmiðlum þannig kleift að fylgjast betur með störfum borgarstjórnar.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:09

Dóra Björt Guðjónsdóttir Marta Guðjónsdóttir