Forsætisnefnd
Ár 2019, föstudaginn 1. febrúar, var haldinn 250. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:36. Viðstaddar voru Dóra Björt Guðjónsdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Gunnlaugur Bragi Björnsson, Marta Guðjónsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir ásamt Helgu Björk Laxdal og Bjarna Þóroddssyni sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. janúar 2019, þar sem tilkynnt er um að Elín Oddný Sigurðardóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd í stað Lífar Magneudóttur.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög, ódags., að breytingu á viðaukum við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar vegna fullnaðarafgreiðsluheimilda umhverfis- og skipulagssviðs.
Vísað til frekari vinnslu umhverfis- og skipulagssviðs.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. janúar 2019, varðandi beiðni Ásgerðar Jónu Flosadóttir, varaborgarfulltrúa, um tímabundna lausn frá störfum.
Vísað til borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram tilkynning um að Þór Elís Pálsson taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í skipulags- og samgönguráði og sem varaáheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd og borgarráði í stað Ásgerðar Jónu Flosadóttur.
-
Fram fer kynning á drögum að útfærslu á birtingu á launaupplýsingum kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um vinnuaðstöðu borgarfulltrúa í Tjarnargötu 12.
-
Fram fer umræða um endurskoðun á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um endurskoðun á reglum um skráningu fjárhagslega hagsmuna kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. janúar 2019.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
Kosning fjögurra varaforseta borgarstjórnar
Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um lækkun hámarkshraða og aukið umferðaröryggi við Hringbraut og nágrenni
Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um mislæg gatnamót við Bústaðaveg og Reykjanesbraut
Viðbrögð við niðurstöðum átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. janúar
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að listaverkaeign Listasafns Reykjavíkur verði gerð sýnilegri í skólum og stofnunum borgarinnar
Umræða um list í almenningsrými og hlutverk borgarinnar í listskreytingu borgarlandsins (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um mat á vinningstillögu um almenningslistaverk í Vogabyggð
Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um styrkveitingu til Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum
Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að fundir borgarstjórnar hefjist kl. 10
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bættan rekstur bílastæðahúsa í Reykjavík
Umræða um aðkomu minnihlutans að gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins)
Kosning í mannréttinda- og lýðræðisráð
Kl. 11:37 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundinum
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Miðflokkurinn gerir tillögu um að borgarráð biðji forsætisnefnd að boða til aukafundar vegna ávirðinga forseta borgarstjórnar Dóru Bjartar Guðjónsdóttur í garð varaborgarfulltrúa Miðflokksins Baldurs Borgþórssonar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.
Fylgigögn
-
Lagt fram svohljóðandi erindi áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Ég óska eftir því að rangfærslur Dóru Bjartar forseta borgarstjórnar um eyðingu gagna vegna braggans verði teknar fyrir á næsta forsætisnefndarfundi. Hún hefur borið innri endurskoðanda þungum sökum sem engin innistæða er fyrir. Ég óska jafnframt eftir því að hún víki sem forseti borgarstjórnar á þeim fundi.
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að fenginn verði utanaðkomandi sérfræðingur í siðareglum og siðfræði til að leiða endurskoðun siðareglna í borginni. Skoða þarf siðareglur embættismanna samhliða. Þegar talað er um að leiða endurskoðun er átt við að halda utan um þessa vinnu frá upphafi til enda. Eins og vitað er hafa þær siðareglur sem eru í gildi ekki verið að virka sem skyldi, eftir þeim hefur ekki alltaf verið farið eins og dæmi eru nýlega um. Vanda þarf til þessarar vinnu og umfram allt taka allan þann tíma sem þarf til að gera siðareglur þannig úr garði að allir sem eiga að fylgja þeim skilji þær og mikilvægi þess að fylgja þeim. Brjóti einstaklingur siðareglur þarf að vera hægt að vísa málinu til utanaðkomandi siðanefndar til að fjalla um málið. Í þessu tilviki skiptir óhæði máli.
Frestað.
Fundi slitið klukkan 11:44
Dóra Björt Guðjónsdóttir