Forsætisnefnd - Fundur nr. 24

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2005, fimmtudaginn 21. júlí, var haldinn 24. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.35. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Árni Þór Sigurðsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon og Gunnar Eydal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa, dags. 11. þ.m. yfir afgreiðslur skrifstofustjóra borgarstjórnar á umsóknum um opinberar móttökur, alls 5 mál.

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar um reglulegan fund Samtaka stjórnenda á stjórnsýslu- og fjármálasviði sveitarfélaga sem haldinn er til skiptis í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins í tengslum við fjármálaráðstefnu Sambands ísl. sveitarfélaga. Nú er röðin komin að Reykjavík í haust. Um er að ræða kvöldverð í Höfða. Fjöldi 30-35 manns.
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12.45

Alfreð Þorsteinsson

Árni Þór Sigurðsson