Forsætisnefnd
Ár 2019, föstudaginn 11. janúar, var haldinn 249. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8:01. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Pawel Bartoszek. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Marta Guðjónsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir ásamt Helgu Björk Laxdal og Bjarna Þóroddssyni sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram beiðni Magnúsar Más Guðmundsson varaborgarfulltrúa, dags. 8. janúar 2019, um tímabundna lausn frá störfum.
Vísað til borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. janúar 2019, um uppfærslu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg vegna breytinga á launavísitölu m.v. 1. janúar 2019.
Fylgigögn
-
Samþykkt að taka á dagskrá breytingu á tímasetningu sameiginlegs fundar borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar.
Samþykkt að fundurinn verði 10. september 2019 og hefjist kl. 16:30. -
Lagt fram álit siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi það þegar kjörnir fulltrúar gera starfsmenn að umtalsefni í opinberri umræðu, sbr. 3. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 17. ágúst 2018.
- Kl. 8:33 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum.
Forsætisnefnd og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Forsætisnefnd þakkar siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir álitið. Í álitinu kemur fram að varhugavert er að kjörnir fulltrúar geri einstök starfsmannamál að umtalsefni í opinberri umræðu. Telji kjörinn fulltrúi eitthvað aðfinnsluvert í starfsmannamálum er rétt að beina því fyrst og fremst til framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Að sama skapi er ekki talið vænlegt að kvartanir starfsmanna vegna framferðis kjörinna fulltrúa rati fyrir pólitískar nefndir eins og forsætisnefnd. Málavextir gefa tilefni til endurskoðunar siðareglna kjörinna fulltrúa og samspils þeirra við siðareglur stjórnsýslunnar. Því þykir réttast að taka þá leiðsögn sem fram kemur í álitinu inn í þá vinnu sem nú stendur yfir.
Áheyrnarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borist hefur svar frá siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga við erindi forsætisnefndar. Það uppljóstrar um hvílíkur skandall það var að halda lífi í þessu fáránlega máli. Til glöggvunar er rétt að minna á það að forsætisnefnd borgarstjórnar er skipuð þremur borgarfulltrúum sem allir tilheyra meirihluta borgarstórnar. Forseti borgarstjórnar er Pírati og aðrir nefndarmenn koma frá Viðreisn og Samfylkingu. Ljóst er að umræddur starfsmaður átti ekki erindi inn á fund forsætisnefndar hinn 17. ágúst 2018 eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Miðflokksins bentu á. Í svari siðanefndar segir orðrétt: „Nefndin telur því ekki vænlegt að starfsmaður vísi kvörtunum sínum beint inn í pólitíska nefnd eins og hér virðist hafa gerst.“ Tökum við heilshugar undir þá skoðun sem kemur fram í svari siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga að kjörnir fulltrúar og starfsmenn stjórnsýslunnar setji sér sömu siðareglur og komi sér saman um siðferðileg viðmið í sínum ólíku störfum og hlutverkum. Reyndar er þessi skoðun siðanefndarinnar alveg í samhljómi við það sem við höfum kynnt áður í vinnu kjörinna fulltrúa við endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.
Forsætisnefnd og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Forsætisnefnd og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna minna á að í áliti siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur skýrt fram að það er álit nefndarinnar að erindið falli undir verkefni siðanefndarinnar. Siðanefndin var beðin um að viðra almenn sjónarmið sem kunna að gilda í tilfellum sem þessum. Það gerði hún og er það álit til gagns. Að öðru leyti lýsir álitið því að afgreiðsla forsætisnefndar á sínum tíma hafi verið rétt.
Áheyrnarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er ámælisvert að forsætisnefnd hafi tekið fyrir mál starfsmanns, sem ekki á erindi fyrir pólitíska nefnd, í stað þess að vísa erindinu frá eins og áréttað er í áliti siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Að sama skapi verður það að teljast ámælisvert að enginn í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar hafi gert athugasemd við að forsætisnefnd hafi tekið til greina dæmalaust erindi starfsmanns og boðið honum á fund forsætisnefndar með erindi sitt sem augljóslega á ekki heima á borði nefndarinnar. Ljóst er í þessu tilfelli að stjórnsýsla Reykjavíkur virðist ekki hafa áttað sig á því hvar valdmörk liggja. Þessi vinnubrögð eru hvorki forsætisnefnd né stjórnsýslu Reykjavíkurborgar til sóma.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. janúar 2019.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Kosning fjögurra varaforseta borgarstjórnar
b) Umræða um skýrslu innri endurskoðunar vegna framkvæmda við Nauthólsveg 100 (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
c) Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins um að vísa skýrslu um Nauthólsveg 100 til héraðssaksóknara
d) Umræða um kynjaða fjárhagsáætlun (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
e) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um mikilvægar úrbætur sem lúta að stjórnsýslu Reykjavíkurborgar um aukna stjórnendaábyrgð, skilvirkari og ábyrgari upplýsingagjöf varðandi framkvæmdir og útgjöld og að skjalavarsla verði í samræmi við lög
f) Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um íþróttastefnu til ársins 2030
g) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um breytingar á innkauparáði Reykjavíkur
h) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að Reykjavíkurborg gangi að kröfum Starfsgreinasambands Íslands í kjarasamningum
i) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að fundir borgarstjórnar hefjist kl. 10
j) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að hækka upphæð fjárhagsaðstoðar til framfærslu
k) Kosning í velferðarráð
l) Kosning í umhverfis- og heilbrigðisráð
m) Kosning í stjórn Faxaflóahafna sf.Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Forsætisnefnd hefur ákveðið að umræða um lið 2 og 3 á útsendri dagskrá fari fram samhliða og að ræðutími frummælenda verði 20 mínútur.
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að borgarstjórnarfundir hefjist kl. 9, sbr. 53. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. nóvember 2018.
Samþykkt að vísa tillögunni frá.Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Sambærileg tillaga liggur fyrir borgarstjórnarfundi og því er rétt að vísa þessari tillögu frá.
- Kl 9:22 víkur Líf Magneudóttir af fundi
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 09:35
Dóra Björt Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek