Forsætisnefnd
Ár 2018, föstudaginn 14. desember, var haldinn 248. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:30. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir og Pawel Bartoszek. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir, Marta Guðjónsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir ásamt Helgu Björk Laxdal og Bjarna Þóroddssonar sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða hlutverk ritara og annarra starfsmanna á fundum borgarstjórnar. R18010155
-
Lögð fram tillaga að samþykkt fyrir umhverfis- og heilbrigðisráð. Einnig er lögð fram umsögn ráðsins, ódags. R18060129
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga að samþykkt fyrir skipulags- og samgönguráð. Einnig er lögð fram umsögn ráðsins, ódags.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fyrirhugaða ferð á norrænu höfuðborgarráðstefnuna 21.-24. maí 2019. R18020059
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. desember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um greiðslur fyrir setu í nefndum, ráðum og stýrihópum, sbr. 11. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 14. september 2018. R18070076
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. desember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lengstu ræðuna á kjörtímabilinu, sbr. 7. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 16. nóvember 2018. R18110231
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. desember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins vegna yfirlits yfir móttökur Reykjavíkurborgar, sbr. 5. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 16. nóvember 2018. R18110230
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 11. desember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um samskipti vegna móttöku fyrir Félag kvenna í atvinnulífinu, sbr. 6. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 16. nóvember 2018. R18110229
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. nóvember 2018, og svar mannauðsdeildar, ódags., við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins um sund- og menningarkort, sbr. 8. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 2. nóvember 2018. R18110237
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins um fjölda bílastæðakorta hjá kjörnum fulltrúum og starfsmönnum, sbr. 7. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 2. nóvember 2018.
Áheyrnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er óboðlegt þegar svör berast til borgarfulltrúa að þeim er einungis svarað að hluta. Það verklag slítur úr samhengi eðli fyrirspurnarinnar. Er þess óskað að framvegis verði fyrirspurnum svarað að fullu áður en svar er birt. R18110236
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins um vinnuaðstöðu borgarfulltrúa í Tjarnargötu 12, sbr. 13. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 14. september 2018. R14010250
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að borgarstjórnarfundir hefjist kl. 9, sbr. 53. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. nóvember 2018. R18110065
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að fundir borgarstjórnar færist kerfisbundið milli hverfa, sbr. 10. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 14. september 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. nóvember 2018. R18100237
Tillagan er felld.
Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarstjórn og borgarráð hafa flutt fundarstað sinn í nokkrum tilvikum síðustu ár. Forsætisnefnd getur samþykkt að gera ráð fyrir slíkum tilflutningi fram í tímann vegna funda borgarstjórnar en það eru formenn borgarráðs og annarra nefnda sem taka ákvarðanir um fundarstaði ráðsfunda og tillagan er því ekki tæk til samþykktar nefndarinnar nema að því er varðar borgarstjórn. Talið er að það fari betur á því að ákvarða þetta fyrir hvert tímabil en ekki hafa einhverja svona íþyngjandi grunnsamþykkt að baki.
Fylgigögn
-
Lögð fram að svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins ásamt umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. desember 2018:
Lagt er til að þegar boðið er til móttöku komi fram hver stendur þar að baki, þ.e hver óskaði eftir að haldin verði umrædd móttaka. Sem dæmi var boðið til móttöku á Kjarvalsstöðum mánudaginn 26. nóvember 2018 kl. 18:30 í tilefni Heimsþings kvenleiðtoga, Women Political Leaders. Í fyrirspurn um hver óskaði eftir að þessi móttaka yrði haldin var svarið að það væri Hanna Birna Kristjánsdóttir og hafi hún beðið um hana fyrir margt löngu. Flokki fólksins finnst mikilvægt að það komi ávallt fram þegar boðið er til móttöku hver óskaði eftir að umrædd móttaka yrði haldin. Einnig er lagt til að upplýsingar um kostnað komi hið fyrsta inn á vef borgarinnar þegar þær upplýsingar liggja fyrir. R16010200
Tillagan er felld.
Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Með boði kemur fram af hvaða tilefni viðburður er haldinn, ekki er talið nauðsynlegt að taka ávallt fram hvaða manneskja óskaði eftir viðburðinum og er það ekki alltaf talið eiga erindi til þeirra sem boðið er þó það sé gott að halda því til haga fyrir forsætisnefnd. Nú þegar er í gangi endurskoðun á reglum um móttökur til að skýra markmiðið og auka gagnsæi í kringum ákvörðun um móttökur og er það ágætisábending við þá vinnu að þar verði bætt inn að fram skuli koma í yfirliti hverjir eru tengiliðir vegna viðburða.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi áheyrnarfulltrúa, sbr. 6. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 12. október 2018 og 7. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 20. júlí 2018 og 51. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 19. júní 2018. R18060129
Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillaga Sósíalistaflokks Íslands um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar vegna áheyrnarfulltrúa hefur verið í vinnslu á vegum forsætisnefndar síðan í haust. Tillagan eins og hún er framsett hefur í för með sér tölvuerðan kostnaðarauka vegna launagreiðslna til áheyrnarfulltrúa. Vinnslan á vegum forsætisnefndar hefur miðað að því að koma til móts við beiðnir minni flokka um aukinn aðgang að starfi fagráða án þess að slíkt hafi í för með sér aukinn kostnað og án þess að draga úr skilvirkni. Leitast var við að vinna að slíkri útfærslu en á þessari stundu er ekki útlit fyrir að samstaða náist um eina lausn og því þykir réttast að fella tillöguna í þeirri mynd sem hún var lögð fram.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um endurskoðun siðreglna fyrir kjörna fulltrúa og endurskoðun reglna um skráningu fjárhagslega hagsmuna kjörinna fulltrúa. R18060141
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um endurskoðun siðreglna fyrir kjörna fulltrúa og endurskoðun reglna um skráningu fjárhagslega hagsmuna kjörinna fulltrúa. R17080118
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 10. desember 2018, um birtingu launaupplýsinga kjörinna fulltrúa á vef Reykjavíkurborgar. R18010155
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 18. desember 2018. R18010085
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Tillaga um samkeppni um uppbyggingu á BSÍ-reit, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. desember
b) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um sérstaka fræðslu fyrir innflytjendur
c) Umræða um loftslagsbreytingar af mannavöldum (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
d) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um forritunarkennslu í grunnskólum Reykjavíkurborgar
e) Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um að upplýsingar um öll laun og kostnaðargreiðslur borgarfulltrúa verði opinberar
f) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að kanna kostnað vegna viðburða, skemmtana og ferða á vegum grunnskóla borgarinnar
g) Umræða um niðurstöður viðræðuhóps um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
h) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um íslenskunámskeið fyrir Kúrda og Araba
i) Umræða um tillögu borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013 og málsmeðferð hennar (að beiðni borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands).
Fundi slitið klukkan 12:06
Dóra Björt Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek