Forsætisnefnd - Fundur nr. 247

Forsætisnefnd

Ár 2018, föstudaginn 30. nóvember, var haldinn 247. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8:01. Viðstödd voru Pawel Bartoszek og Guðrún Ögmundsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir: René Biasone, Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Daníel Örn Arnarsson ásamt Helgu Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. nóvember 2018.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019; síðari umræða, sbr. 1. lið
    fundargerðar borgarstjórnar frá 6. nóvember
    b)    Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2019-2023; síðari umræða, sbr. 2. lið
    fundargerðar borgarstjórnar frá 6. nóvember

    -    Kl. 8:08 tekur Sigurborg Ósk Haraldsdóttir sæti á fundinum.

    Forsætisnefnd og áheyrnarfulltrúar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Forsætisnefnd sammælist um að við síðari  umræðu um fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun verði gert ráð fyrir því að allir borgarfulltrúar taki til máls, óski þeir þess. Í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga verður ræðutími óbundinn en forsætisnefnd hefur náð heiðursmannasamkomulagi um að miða ræðutíma í fyrstu ræðu við 40 mínútur og að heimilt verður að veita andsvar við fjórum ræðum. Borgarstjóri mun taka fyrstur til máls og svo aðrir borgarfulltrúar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að mælendaskrá. Ef borgarfulltrúar kjósa að taka aftur til máls er ræðutími í seinni ræðum takmarkaður við 10 mín.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um vinnudag borgarstjórnar vegna endurskoðunar á siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar.
    Samþykkt að miða við að vinnudagur borgarstjórnar verði 9. janúar 2019.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins um fjölda bílastæðakorta hjá kjörnum fulltrúum og starfsmönnum, sbr. 7. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 2. nóvember 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins um sund- og menningarkort, sbr. 8. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 2. nóvember 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að borgarstjórnarfundir hefjist kl. 9, sbr. 53. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. nóvember 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um hlutverk ritara og annarra starfsmanna á fundum borgarstjórnar.
    Frestað.

  7. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að fundir borgarstjórnar færist kerfisbundið milli hverfa, sbr. 10. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 14. september 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. nóvember 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. nóvember 2018, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins um vinnuaðstöðu borgarfulltrúa í Tjarnargötu 12, sbr. 13. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 14. september 2018.
    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 08:54

Pawel Bartoszek