Forsætisnefnd
Ár 2018, föstudaginn 16. nóvember, var haldinn 246. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:30. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Pawel Bartoszek. Einnig sátu fundinn Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Líf Magneudóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. nóvember 2018, yfir móttökur Reykjavíkurborgar á tímabilinu 10. janúar 2018-25. október 2018.
Anna Karen Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að dregið verði í sæti í borgarstjórn, sbr. 4. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 12. október 2018, 8. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 14. september 2018 og 10. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 31. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar dags. 16. nóvember 2018.
Tillagan er felld.Fylgigögn
-
3. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. nóvember 2018.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Tillögur stýrihóps um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. nóvember 2018
b) Menntastefna Reykjavíkurborgar til 2030, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. nóvember 2018
c) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um útsvar á fjármagnstekjur og aðstöðugjöld á fyrirtæki
d) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um rými fyrir vímuefnaneytendur í miðbænum
e) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukin framlög til SÁÁ
f) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg hverfi frá arðgreiðslukröfum í eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur
g) Umræða um Laugaveginn og stöðu miðborgarinnar (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)
h) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að borgin hefji undirbúning að stofnun byggingarfélags Reykjavíkurborgar
i) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um notendasamráð
j) Umræða um málefni Félagsbústaða (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
k) Umræða um málefni Ferðaþjónustu fatlaðs fólks og samning Strætó bs. við Far-Vel (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)
l) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að listaverkaeign Listasafns Reykjavíkur verði gerð sýnilegri í skólum og stofnunum borgarinnar
m) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að hverfa frá samstarfi við Heimavelli
n) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að hækka upphæð fjárhagsaðstoðar til framfærslu
o) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að kanna kostnað vegna viðburða, skemmtana og ferða á vegum grunnskóla borgarinnar
p) Kosning í öldungaráð -
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Óskað er eftir sundurliðuðum kostnaði af fundarröð borgarstjóra sem farið var í fyrir og eftir kosningar (1. janúar til 15. nóvember), þá er átt við veitingar, salarleigu, prentun bæklinga, auglýsingar í prentmiðlum og ljósvakamiðlum og allt annað sem hefur verið kostnaðarfært. -
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins óskar eftir upplýsingum varðandi yfirlit sem er lagt fram á fundi forsætisnefndar 16. nóvember um móttökur og veislur. Óskað er svara við eftirfarandi spurningum: Hver ákveður hvort halda eigi móttökur? Fá nöfn og ákvarðanaferli. Hver ákveður boðslista? Fá nöfn og hvernig ákvarðaferlið er. Hvaða fyrirtæki eru þjónusta þessar móttökur/veislur? Hvaðan eru vörurnar/aföng (matur og áfengi) keypt? Hvernig skilgreinir Reykjavíkurborg móttöku? Hvernig eru veitingar, samsetning veitinga, áfengi? Hver er kostnaður við veitingar og áfengi fyrir hverja veislu, fá sundurliður? Hverjir þjóna, sjá um framreiðslu? Hver, hvað mikið og hverjar er greiðslur fyrir hvern? Óskað er eftir nöfnum allra aðila/fyrirtækja og sundurliðun ofan í smæstu atriði sem koma að þessum móttökum. -
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Óskað er eftir að forsætisnefnd fái afrit af öllum samskiptum borgarinnar og Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) sem endaði með 90 kvenna ráðstefnu í Höfða hinn 6. september sl. sem kostaði borgina 348.064 kr. Samkvæmt framlögðum lista um yfirlit yfir móttökur á tímabilinu 10. janúar-25. október stingur þessi móttaka mjög í stúf. Í reglum um móttökur Reykjavíkur segir í 5. gr. segir að móttökufulltrúi í samráði við skrifstofustjóra borgarstjóra og borgaritara afgreiði umsóknir um opinberar móttökur. Í 6. gr.a. skal skrifleg beiðni um móttöku þurfi að hafa borist skrifstofu borgarstjóra og borgarritara á þar til gerðu eyðublaði með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara og í 7. gr. segir að við ákvörðun um opinbera móttöku skal horfa til þess að tilefnið þjóni hagsmunum Reykjavíkurborgar og Reykvíkinga, og/eða sé í samræmi við höfuðborgarhlutverk borgarinnar.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Óskað er eftir að fá upplýsingar um hvaða borgarfulltrúar hafa talað lengst í einu á fundum borgarstjórnar á þessu kjörtímabili.
Fundi slitið klukkan 12:05
Dóra Björt Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek