Forsætisnefnd - Fundur nr. 245

Forsætisnefnd

Ár 2018, föstudaginn 2. nóvember, var haldinn 245. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:05. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Pawel Bartoszek. Einnig sátu fundinn Ásgerður Jóna Flosadóttir, Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 2. nóvember 2018.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 ásamt greinargerð fjármálaskrifstofu, fyrri umræða, sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. nóvember

    b)    Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2019-2023, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. nóvember

    Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Forsætisnefnd sammælist um að við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun taki einungis oddvitar borgarstjórnarflokka til máls og þeir verða ekki bundnir af takmörkunum á ræðutíma né andsvörum. Borgarstjóri mun taka fyrstur til máls og svo oddvitar flokka eftir stærð. Ef oddvitar kjósa að taka aftur til máls er ræðutími takmarkaður við 15 mín.

  2. Lögð fram tillaga að breyttu fundardagatali borgarstjórnar, dags. 2. nóvember 2018.

    Samþykkt.

    -    Kl. 10.35 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum.

  3. Lögð fram tillaga að samþykkt fyrir menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Einnig er lögð fram umsögn ráðsins, dags. 12. september 2018.

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tillaga að samþykkt fyrir mannréttinda- og lýðræðisráð. Einnig er lögð fram umsögn ráðsins, dags. 6. september 2018.

    Vísað til borgarstjórnar.

    Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga að breyttri samþykkt fyrir fjölmenningarráð. Einnig er lögð fram umsögn ráðsins, dags. 6. september 2018.

    Vísað til borgarstjórnar.

    Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram tillaga að breyttri samþykkt fyrir öldungaráð. Einnig er lögð fram umsögni ráðsins dags. 30. ágúst 2018.

    Vísað til borgarstjórnar.

    Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins:

    1. Hvað gefur Reykjavík út mörg bílastæðakort til kjörinna fulltrúa, embættismanna, starfsmanna borgarinnar, starfsmanna í B-hluta fyrirtækjum og starfsmanna Hörpu í ráðhúsið, Borgartún og Hörpuna endurgjaldslaust sundurgreint eftir starfsstöð? 2. Hvaða kjörnir fulltrúrar Reykjavíkurborgar njóta þeirra hlunninda að hafa bílastæðakort endurgjaldslaust sundurgreint eftir starfsstöð? 3. Hvaða embættismenn njóta þessara kjara sundurgreint eftir starfsstöð? 4. Hvað kosta þessi kort/hlunnindi fyrir borgina á ársgrundvelli? 5. Á hvaða grunni er sú ákvörðun byggð að sumir borgarfulltrúar hafi ekki aðgang að þessum hlunnindum sem er grunnur þess að sinna starfi sínu? 

  8. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins:

    1. Hvaða starfsmenn/starfsmannahópar, embættismenn og kjörnir fulltrúar fá sundkort og menningarkort endurgjaldslaust?

Fundi slitið klukkan 10:50

Dóra Björt Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek