Forsætisnefnd
Ár 2018, föstudaginn 14. september, var haldinn fundur nr. 243 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10:07. Viðstödd var Dóra Björt Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn Líf Magneudóttir, Magnús Már Guðmundsson, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Kolbrún Baldursdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. september 2018, varðandi þjónustu skrifstofunnar við kjörna fulltrúa.
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 18. september 2018.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um Borgarlínu
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um staðarval fyrir aðra sjúkrahúsuppbyggingu í Reykjavík
c) Umræða um stöðu hverfisráða borgarinnar (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)
d) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um aðgengi barna að sálfræðingum
e) Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um tilraunaverkefni um sumaropnun leikskóla
f) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að afsláttur á leikskólagjöldum eigi einnig við um gjöld á frístundaheimilum
g) Staða mönnunar á starfstöðvum skóla- og frístundasviðs, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst
h) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um jöfn fjárframlög með börnum í grunnskóla og á frístundaheimilum óháð rekstrarformi
i) Umræða um stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)
j) Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að allir leik- og grunnskólar fái grænfánavottun
k) Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um hækkun lægstu launa Reykjavíkurborgar
l) Umræða um matvöruverslanir í miðborginni (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
m) Kosning í fjölmenningarráð -
Fram fer umræða um endurskoðun siðareglna fyrir kjörna fulltrúa.
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 5. september 2018, þar sem tilkynnt er að ráðuneytið hafi staðfest samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Einnig er lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, dags. í september 2018.
- Kl. 11:24 tekur Pawel Bartoszek sæti á fundinum og Gunnlaugur Bragi Björnsson víkur þar sæti.
- Kl. 11:28 víkja Líf Magneudóttir og Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.Samþykkt.
Vísað til borgarstjórnar.
Skrifstofustjóra borgarstjórnar falið að ganga frá endanlegri framsetningu tillögunnnar.Fylgigögn
-
Lögð fram drög að breytingum að samþykktum fyrir menningar, íþrótta- og tómstundaráð og mannréttinda- og lýðræðisráð ásamt umsögn ráðanna, dags. 13. og 6. september 2018.
Frestað. -
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ókeypis bílastæði fyrir borgarfulltrúa og starfsfólk Ráðhúss, sbr. 12. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 25. júní 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. september 2018.
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins um boðun aukafunda, sbr. 6. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 20. júlí 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. september 2018.
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að dregið sé í sæti í borgarstjórn, sbr. 10. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 31. ágúst 2018.
Frestað.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um endurskoðun reglna um skráningu fjárhagslega hagsmuna kjörinna fulltrúa.
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins
Lagt er til að staðsetning fundar borgarráðs og borgarstjórnar færist kerfisbundið milli hverfa með reglulegum hætti. Sama gildir um aðra fundi ráða og nefnda borgarinnar, þeir ættu einnig að vera haldnir út í hverfum með reglulegu millibili, þ.e. „róterast“.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Óska eftir lista yfir nefndir, ráð, stýri-/starfshópa: Hvaða fundir eru launaðir og hverjir sem sitja fundina, fá laun og hverjir ekki. Markmiðið með þessari beiðni er auka gagnsæi og einnig að gera þetta skýrt fyrir ekki hvað síst borgarbúa. Þessar upplýsingar þurfa að vera á einum stað og fara á vef borgarinnar svo hægt sé að vísa til.
-
Lögð fram svohljóðandi tilllaga áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins:
Lagt er til að framkvæmdastjórar eða aðstoðarmenn flokka í borgarstjórn hafi eðlilegt aðgengi að stjórnsýslunni til að afla upplýsinga og séu boðaðir á kynningar, sviðsmyndagreiningar og annað sem snertir starf borgarfulltrúa almennt.
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins:
Óskað er upplýsinga um starfsaðstöðu borgarfulltrúa í Tjarnargötu 12 í ljósi þess að farið var í miklar breytingar á húsinu vegna fjölgunar borgarfulltrúa. Breytingarnar voru taldar nauðsynlegar svo hægt væri að útvega öllum borgarfulltrúum starfsaðstöðu. Nú er hins vegar komið í ljós að þar eru ekki nema 15 skrifborð þannig að ekki hafa allir borgarfulltrúar né 1. varaborgarfulltrúar starfsaðstöðu á Tjarnargötu 12. Fyrir breytingar voru þar 15 skrifborð svo vandséð er hvers vegna var farið í kostnaðarsamar breytingar úr því ekki er hægt að koma fyrir fleiri borgarfulltrúum þar. Er ætlunin að bjóða öllum borgarfulltrúum upp á ákjósanlega starfsaðstöðu?
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins:
Óskað er eftir lista yfir allar móttökur í Höfða, Borgartúni, Ráðhúsinu og hvar annarsstaðar sem borgin hefur móttökur.
Fundi slitið klukkan 11:30
Dóra Björt Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek