Forsætisnefnd - Fundur nr. 242

Forsætisnefnd

Ár 2018, mánudaginn 31. ágúst, var haldinn fundur nr. 242 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 8:35. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Pawel Bartoszek. Einnig sátu fundinn Líf Magneudóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Daníel Örn Arnarson, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.Ár 2018, mánudaginn 31. ágúst, var haldinn fundur nr. 242 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 8:35. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Pawel Bartoszek. Einnig sátu fundinn Líf Magneudóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Daníel Örn Arnarson, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2018, með drögum að fundadagatali borgarstjórnar 2018-2019. R18010155

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. ágúst 2018, um uppfærslu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu vegna breytingar á launavísitölu m.v. 1. júlí 2018. R18010155

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. ágúst 2018, þar sem tilkynnt er um að varaborgarfulltrúi Flokk fólksins sé forfallaður vegna veikindaleyfis og að næsti maður á lista gegni störfum hans á meðan. R18010155

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. ágúst 2018, þar sem tilkynnt er um að varaborgarfulltrúi Viðreisnar hafi tilkynnt um fæðingarorlof og að næsti maður á lista gegni störfum hans á meðan.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. R16080039

    Kl. 9:19 víkur Guðrún Ögmundsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á framkvæmdum í borgarstjórnarsal og breytingar vegna fjölgunar borgarfulltrúa. R14010250

    Kl. 10:10 tekur Guðrún Ögmundsdóttir sæti á fundinum.

    Ólafur I. Halldórsson og Hugrún Ösp Reynisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  7. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 4. september 2018.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

     

    Meirihlutasáttmáli borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. júní

    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um fleiri göngugötur

    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að svifryk fari ekki yfir heilsuverndarmörk

    Tillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, og Vinstri grænna um viðbragðsáætlun um loftgæði

    Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um óháða úttekt á starfsemi æðstu stjórnar Reykjavíkur

    Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um sparnað í rekstri borgarinnar

    Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins um að fenginn verði óháður aðili til að meta viðhaldsþörf hjá Félagsbústöðum sbr. 59. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst 2018

    Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um könnun á þjónustu Félagsbústaða, sbr. 58. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst 2018

    Umræða um stöðu innflytjenda, hælisleitenda og flóttafólks í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands)

    Staða mönnunar á starfstöðvum skóla- og frístundasviðs, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst 2018

    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að gera bólusetningar að skilyrði við innritun barna á leikskólum Reykjavíkur

    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um tilraunaverkefni um sumaropnun leikskóla

    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að auka niðurgreiðslur til dagforeldra með börnum 18 mánaða og eldri

    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að auka niðurgreiðslur til dagforeldra um 25%

    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að lækka gjald fyrir skólamáltíðir um þriðjung

    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að sett verði á laggirnar nýtt sérskólaúrræði í Reykjavík, sbr. 48. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst 2018

    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að gerð verði könnun á þörf fyrir fleiri sérskólaúrræði, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst 2018

    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að breyta inntökuskilyrðum í Klettaskóla, sbr. 45. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. ágúst 2018

    Umræða um stöðu hverfisráða borgarinnar (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins) R18010085

  8. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins um að fréttatilkynningar séu sendar ráðsmönnum og oddvitum.

    Samþykkt. R18080059

    Fylgigögn

  9. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samræmingu á reglum varðandi boðun funda, sbr. 8. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 17. ágúst 2018:

    Lagt er til að boðun funda í ráð og nefndir verði samræmd þannig að boðað verði til þeirra með tveggja sólarhringa fyrirvara.

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga forsætisnefndar og áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokk Íslands, Miðflokksins, Vinstri grænna og Flokks fólksins:

    Lagt er til að forsætisnefnd samþykki að leggja til endurskoðun á þeim ákvæðum í samþykktum fagráða þar sem kveðið er á um boðun funda og fundarsköp, á þann hátt að fundir skuli boðaðir með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara. Leita skal afstöðu fagráða og fastanefnda Reykjavíkurborgar til breytingarinnar.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

      Áheyrnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir, fagnar meðferð tillögunnar að fram fari endurskoðun á boðun allra funda hjá fagráðum með tveggja sólarhringa fyrirvara. Slíkt væri til bóta og í samræmi við boðun borgarstjórnarfunda sem kveðið er á um í sveitarstjórnarlögum. R18010155

    1. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

      Lagt er til að stokkað verði upp í sætaröðun borgarfulltrúa með því að raða fulltrúum handahófskennt niður í sæti. Slíkt gæti ýtt undir góðan starfsanda sem er öllum til bóta. Skal slík sætaröðun gilda til áramóta og hljóta síðan nánari endurskoðun.

      Frestað.

      Fundi slitið klukkan 11:11

      Dóra Björt Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek