Forsætisnefnd
Ár 2018, mánudaginn 20. júlí, var haldinn aukafundur nr. 240 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10:05. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir og Pawel Bartoszek. Einnig sátu fundinn Kolbrún Baldursdóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, Marta Guðjónsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2018, varðandi kosningu tveggja skrifara borgarstjórnar. R18060080
Kl. 10:13 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagðar fram siðareglur kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. R14060212
Samþykkt að hefja endurskoðun gildandi siðareglna með vísan til 29. gr. sveitarstjórnarlaga.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um samskiptareglur:
Lagt er til að forsætisnefnd samþykki samskiptareglur fyrir borgarfulltrúa sem gilda eiga á öllum fundum, í nefndum, ráðum og samstarfshópum sem borgarfulltrúar eiga samstarf í. Reglurnar ná einnig til starfsmanna Ráðhússins. Lagt er til að þessar samskiptareglur verði fylgigagn eða viðhengi siðareglna og undirritaðar samtímis þeim. Samskiptareglunum fylgir viðbragðsáætlun gegn einelti sem eineltisteymi borgarinnar styðst við, berist kvörtun um óæskilega hegðun eða einelti. Ástæðan fyrir mikilvægi þess að hafa skýrar samskiptareglur er sú að á vettvangi borgarstjórnar eru heitar umræður, gagnrýni og mótmæli algeng. Í slíkum kringumstæðum er eftir sem áður gerð sú krafa að borgarfulltrúar sýni kurteisi og virðingu og séu ávallt málefnalegir.
Greinargerð fylgir tillögunni. R18060222
Samþykkt að vísa tillögunni til frekari vinnslu við endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Lagðar fram reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar. R18070125
Samþykkt að hefja endurskoðun gildandi reglna um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju minnisblað skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 23. júní 2018, um framlagningu framboðslista við kosningar nefndar, ráða og stjórna á vegum borgarinnar. Einnig er lagt fram bréf Mörtu Guðjónsdóttur fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, dags. 20. júlí 2018.
Áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Áheyrnarfulltrúarnir taka undir það sem fram kemur í bréfi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Dreginn er lærdómur af málinu. Forsætisnefnd sammælist um að komin séu málalok og vonast eftir góðu samstarfi allra flokka á kjörtímabilinu.
Skrifstofustjóri borgarstjórnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og öðrum fulltrúum í forsætisnefnd er þakkað kærlega fyrir þau viðbrögð sem fram koma í framlögðu bréfi í dag. Starfsfólk skrifstofu borgarstjórnar er afar þakklátt fyrir þessi málalok og hlakkar til samstarfsins á kjörtímabilinu.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins:
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar fara fram á að hægt verði að boða til aukafunda í nefndum og ráðum Reykjavíkur með tveggja daga fyrirvara eftir að ósk um slíkt berst frá borgarfulltrúa. R18070137
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar.
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 51. gr. fundargerðar borgarstjórnar frá 19. júní 2018.
Frestað. R18060129
Samþykkt að óska eftir kostnaðarmati á tillögunni.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 14:10
Dóra Björt Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek
Heiða Björg Hilmisdóttir