Forsætisnefnd - Fundur nr. 238

Forsætisnefnd

Ár 2018, föstudaginn 1. júní, var haldinn fundur nr. 238 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10:39. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Sigurður Björn Blöndal og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Styrkár Magnússon, Halldór Halldórsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 5. júní nk.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Umræða um borgarþróun
    b)    Aðgerðir í frístundamálaum, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. maí 
    c)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðræður við ríkið um samræmd próf í verklegum greinum
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fánaskreytingar á strætisvögnum
    e)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hátíðahöld í tilefni af aldarafmæli í fullveldis Íslands
    f)    Umræða um málefni Vesturbæjar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

  2. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 19. maí 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um kostnað við stýrihópa og starfshópa hjá Reykjavíkurborg á kjörtímabilinu, sbr. 10. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 17. apríl 2018.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:03