Forsætisnefnd
Ár 2018, föstudaginn 11. maí, var haldinn fundur nr. 237 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10:47. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Halldór Halldórsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. maí nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2017; seinni umræða
b) Matarstefna Reykjavíkur 2018-2022, sbr. 17. lið fundargerð borgarráðs frá 3. maí 2018
c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að leita álits Persónuverndar vegna aðgerða í tilefni af borgarstjórnarkosningum
d) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um friðlýsingu Elliðaárdals
e) Tillaga Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um afturköllun á úthlutun lóðar við Suðurlandsbraut 76
f) Umræða um málefni Hlíða, Holta og Háaleitishverfis (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
g) Umræða um aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi -
Lagt fram bréf stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 9. maí 2018, sbr. samþykkt ráðsins frá 7. maí 2018 á breyttri staðsetningu hverfisráða í skipuriti borgarinnar.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 9. maí 2018, sbr. samþykkti ráðsins frá 7. maí 2018 á drögum á nýjum samþykktum fyrir hverfisráð borgarinnar.
Vísað til skrifstofu borgarstjórnar.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. maí 2018, varðandi framlagningu kjörskrár og skipan kjörstjórna vegna borgarstjórnarkosninga 26. maí 2018.
Vísað til borgarstjórnar.
Fundi slitið klukkan 11:15
Líf Magneudóttir