Forsætisnefnd - Fundur nr. 234

Forsætisnefnd

 

Ár 2018, föstudaginn 6. apríl, var haldinn fundur nr. 234 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10:30. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Halldór Halldórsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

  1. Lögð fram drög að dagskrá aukafundar borgarstjórnar þann 10. apríl nk.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um kjörna fulltrúa og Workplace.
  3. Fram fer umræða um borgarfulltrúa og boðun varamanna.
  4. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 15. mars 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar B. Sveinbjörnsdóttur, um kostnað vegna reksturs gistiskýlis fyrir húsnæðislausa karla, sbr. 13. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 6. febrúar 2018.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um aðkomu kjörinna fulltrúa að málefnum barnaverndar Reykjavíkur.

Fundi slitið klukkan 11:29

Líf Magneudóttir

Elsa Hrafnhildur YeomanHalldór Auðar Svansson