Forsætisnefnd - Fundur nr. 233

Forsætisnefnd

Ár 2018, föstudaginn 16. mars, var haldinn fundur nr. 233 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Borgarráði, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10:35. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Halldór Halldórsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram yfirlit yfir móttökur sem samþykktar voru á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara skv. 5. gr. í reglum um móttökur. R15010231

     

    Anna Karen Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer umræða um endurskoðun á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa. R14060212

    Fylgigögn

  3. Lögð fram beiðni Láru Óskarsdóttur, varaborgarfulltrúa, um lausn frá störfum, dags. 14. mars 2018. R18030113

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um starfsmenn borgarstjórnarflokka. R18030114

    Samþykkt að fela skrifstofustjóra borgarstjórnar að semja reglur fyrir starfsmenn borgarstjórnarflokka.

  5. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. febrúar 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar B. Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um aðgerðaáætlun 2015-2020 um framtíð úrgangsmála, sbr. 13. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 6. febrúar 2018. R18020049

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svör fjármálaskrifstofu, dags. 16. febrúar 2018, og innkaupadeildar, dags. 2. mars 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar B. Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um auglýsingakostnað Reykjavíkurborgar 2015-2017, sbr. 13. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 6. febrúar 2018. R18020049

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um undirbúning borgarstjórnarfunda. R18010003

  8. Fram fer síðari umræða um endurskoðun á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. R17100263

    Vísað til borgarstjórnar.

  9. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. mars nk. R18010085

     

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

     

    Umræða um aðgerðir gegn svifryki

    Umræða um hagkvæmt húsnæði, ungt fólk og fyrstu kaupendur

    Umræða um skýrslu innri endurskoðunar um verkferla barnaverndar, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. mars

    Umræða um raunhæfa möguleika á sameiningu fjármálaskrifstofa byggðarsamlaganna, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Sorpu bs. og Strætó bs. (að beiðni Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa)

    Umræða um málefni Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfis (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

    Tillaga Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um snjallsímabann

    Tillaga um að fella niður reglulegan fund borgarstjórnar þann 3. apríl nk.

    Kosning í stjórnkerfis- og lýðræðisráð

    Kosning í mannréttindaráð

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:35

Líf Magneudóttir