Forsætisnefnd - Fundur nr. 232

Forsætisnefnd

Ár 2018, föstudaginn 2. mars, var haldinn fundur nr. 232 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10:32. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Marta Guðjónsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 6. mars nk. R18010085

  2. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. febrúar 2018, þar sem fram kemur að tillögur forsætisnefndar og ofbeldisvarnarnefndar um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar hafi verið samþykktar á fundi borgarstjórnar þann 20. febrúar 2018. R17120041

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á yfirliti yfir mætingar í ráð og nefndir borgarinnar júlí-desember 2017. R18020266

  4. Fram fer umræða um boðun varamanna. R18020266

  5. Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. R17100263
    Samþykkt.

  6. Lagt fram bréf nefndarsviðs Alþingis, dags. 28. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál. R18020258

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 19. janúar 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um kaup á íbúðum sem framleigðar eru til velferðarsviðs, sbr. 13. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 16. janúar 2018. R18010240

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. janúar 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um forgangsakreinar Strætó, sbr. 14. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 16. janúar 2018. R18010241

    Fylgigögn

  9. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 26. febrúar 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um kostnað við aðgerðir til að manna störf á skóla- og frístundasviði, sbr. 13. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 6. febrúar 2018. R18020049

    Fylgigögn

  10. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. febrúar 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um hversu margar íbúðir og búsetueiningar Reykjavíkurborg keypti á árinu 2017, sbr. 13. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 20. febrúar 2018. R18020049

    Fylgigögn

  11. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 27. febrúar 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um úthlutun almennra íbúða árið 2017, sbr. 14. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 20. febrúar 2018. R18020049

    Fylgigögn

  12. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. febrúar 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um kostnað við þrengingu gatna, hjólreiðastíga og forgangsakreina Strætó, sbr. 13. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 6. febrúar 2018. R18020049

    Fylgigögn

  13. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 16. febrúar 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um hvaða lögmannsstofur Reykjavíkurborg átti viðskipti við 2015-2017 og upphæð greiðslna til þeirra, sbr. 13. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 6. febrúar 2018. R18020049

    Fylgigögn

  14. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. febrúar 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um fjölda íbúða sem falla undir þríhliða samning SEA, VEL og Félagsbústaða, sbr. 16. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 20. febrúar 2018. R18020049

    Fylgigögn

  15. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 16. febrúar 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um athugun á sameiningum fjármálaskrifstofa fyrirtækja í B-hluta, sbr. 13. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 6. febrúar 2018. R18020049

    Fylgigögn

  16. Lögð fram tilkynning Framsóknar og flugvallarvina, dags. í dag, þar sem fram kemur að Rakel Dögg Óskarsdóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í menningar- og ferðamálaráði í stað Magnúsar Arnars Sigurðarsonar. R14060109

  17. Lögð fram tilkynning Framsóknar og flugvallarvina, dags. í dag, þar sem fram kemur að Ingvar Jónsson taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði í stað Sævars Þórs Jónssonar. Jafnframt að Aðalsteinn Haukur Sverrisson taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í ráðinu í stað Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur. R14060110

Fundi slitið klukkan 11:49

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Halldór Auðar Svansson