Forsætisnefnd - Fundur nr. 231

Forsætisnefnd

Ár 2018, föstudaginn 16. febrúar, var haldinn fundur nr. 231 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.05. Viðstödd voru Líf Magneudóttir og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Sabine Leskopf, Halldór Halldórsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. febrúar nk.

     

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

     

    Tillögur forsætisnefndar og ofbeldisvarnarnefndar um hvernig bregðast skuli við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar

    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina um áskorun til Alþingis um að tryggja fjármuni til brýnna endurbóta á Vesturlandsvegi

    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur í málefnum nemenda sem hafa íslensku sem annað tungumál

    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi

    Umræða um úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna Veghúsastígs (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

    Umræða um verklagsreglur vegna kynferðisofbeldis gegn börnum (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

    Umræða um stöðu reykvískra nemenda og PISA-könnun

    Umræða um málefni Grafarholts og Úlfarsársdals (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

  2. Lagðar fram tillögur ofbeldisvarnarnefndar og forsætisnefndar um hvernig bregðast skuli við kynbundinni og kynferðislegri áreitni í starfsumhverfi borgarinnar.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um íbúðir sem Félagsbústaðir hafa keypt á árinu 2017, sbr. 15. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 16. janúar 2018.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um viðbrögð stjórnenda við ábendingum ytri endurskoðunar, sbr. 16. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 16. janúar 2018.

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar.

  5. Lagt fram svar við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um kaup umhverfisvænna strætisvagna, sbr. 17. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 16. janúar 2018.

    Fylgigögn

  6. Lagðar fram fyrirspurnir Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, frá fundi borgarstjórnar þann 6. febrúar 2018.

    Samþykkt að fela skrifstofu borgarstjórnar að óska eftir svörum við fyrirspurnunum.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 12. janúar 2018, þar sem óskað er eftir umsögn forsætisnefndar um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.

     

    Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi umsögn:

     

    Forsætisnefnd þakkar fyrir að hafa fengið tækifæri til að veita umsögn um lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar á þessu stigi og tekur undir þá stefnumörkun sem þar birtist. Forsætisnefnd vill þó leggja áherslu á að hún hefur um langt skeið unnið að því að undirbúa fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 23 og stendur yfir m.a. endurskoðun á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar vegna fjölgunarinnar. Breyttar stafsskyldur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg geta tengst ákvæðum í lýðræðisstefnunni og má m.a. nefna tillögur vegna skipunar hverfisráða. Mikilvægt er því að tekið verði tillit til endanlegrar niðurstöðu forsætisnefndar og í beinu framhaldi borgarstjórnar við endanlega samþykkt og útfærslu lýðræðisstefnunnar. Forsætisnefnd óskar því eftir að koma frekari athugasemdum á framfæri á síðari stigum málsins.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um kynningu á nýjum persónuverndarlögum fyrir borgarfulltrúa.

    Samþykkt að halda kynningu á nýjum persónuverndarlögum í vor þegar móttökunámskeið eru haldin fyrir nýja borgarstjórn.

Fundi slitið klukkan 10:51

Líf Magneudóttir