Forsætisnefnd - Fundur nr. 230

Forsætisnefnd

Ár 2018, föstudaginn 2. febrúar, var haldinn fundur nr. 230 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.08. Viðstödd voru Líf Magneudóttir og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Eva Einarsdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Marta Guðjónsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 19. janúar 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um kaup á íbúðum sem framleigðar eru til velferðarsviðs, sbr. 13. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 16. janúar 2018.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. janúar 2018, við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, um forgangsakreinar Strætó, sbr. 14. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 16. janúar 2018.

    - Kl. 9.14 tekur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um endurskoðun siðareglna fyrir kjörna fulltrúa.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindisbréf stýrihóps um endurskoðun siðareglna.

    Frestað.

  5. Fram fer umræða um viðhorfskönnun á meðal kjörinna fulltrúa.

    Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Forsætisnefnd samþykkir að senda út viðhorfskönnum til kjörinna fulltrúa á kjörtímabilinu 2014-2018 sem varðar einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni í starfsumhverfi borgarinnar.

  6. Lögð fram drög að tillögum ofbeldisvarnarnefndar og forsætisnefndar um hvernig bregðast skuli við kynbundinni og kynferðislegri áreitni í starfsumhverfi borgarinnar.

    Frestað.

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 11. janúar 2018, varðandi uppfærðar reglur Reykjavíkurborgar um starfs- og stýrihópa.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um fjölgun borgarfulltrúa.

  9. Fram fer umræða um endurskoðun á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

  10. Fram fer umræða um endurskoðun á samþykktum um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.

  11. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 6. febrúar nk.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið gagnsæi stjórnsýslunnar

    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um breytingar á sveitastjórnarlögum vegna fjölgunar borgarfulltrúa

    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samgöngubætur á Miklubraut

    Umræða um Miklubraut í stokk, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. febrúar

    Umræða um #metoo sögur kvenna af erlendum uppruna

    Umræða um vatnsverndarsvæði vatnsbóla innan höfuðborgarsvæðisins

    Umræða um málefni Norðlingaholts

    Kosning í íþrótta- og tómstundaráð

    Kosning í fjölmenningarráð

    Kosning í ofbeldisvarnarnefnd

Fundi slitið klukkan 10:27

Líf Magneudóttir