Forsætisnefnd - Fundur nr. 23

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2005, fimmtudaginn 16. júní, var haldinn 23. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.20. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein og Alfreð Þorsteinsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Gunnar Eydal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju skipurit skrifstofu borgarstjórnar.
Frestað.

2. Lögð fram tillaga stjórnkerfisnefndar að samþykkt fyrir framtalsnefnd og jafnframt tillaga nefndarinnar að breytingu á 3. tölul. B-liðar 62. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001, sbr. bréf ritara nefndarinnar frá 8. þ.m., sem vísað var til forsætisnefndar á fundi borgarráðs fyrr í dag.
Forsætisnefnd samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til borgarstjórnar.

3. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir afgreiðslur skrifstofustjóra borgarstjórnar á umsóknum um opinberar móttökur, dags. í dag.

4. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. júní n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a. Kosning forseta borgarstjórnar og tveggja varaforseta til eins árs.
b. Kosning tveggja skrifara og tveggja varaskrifara til eins árs.
c. Kosning sjö borgarráðsfulltrúa og sjö til vara til eins árs.
d. Kosning þriggja fulltrúa í innkauparáð og þriggja til vara til eins árs, formannskjör.
e. Tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001, með síðari breytingum; síðari umræða.
f. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra og óháðra um nágrannavörslu í hverfum Reykjavíkurborgar.
g. Tillaga Ólafs F. Magnússonar um afturköllun heimilda til niðurrifs á Laugavegi.
h. Umræða um sölu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur (Ólafur F. Magnússon).

Fundi slitið kl. 13.00

Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson