Forsætisnefnd - Fundur nr. 22

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2005, fimmtudaginn 2. júní, var haldinn 22. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein og Alfreð Þorsteinsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gunnar Eydal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 26. þ.m., þar sem tilkynnt er að á fundi borgarráðs 26. s.m. hafi tillögum skrifstofustjóra borgarstjórnar, um breytingar á samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001 með síðari breytingum, verið vísað til forsætisnefndar. Breytingartillögurnar varða fyrst og fremst viðauka með samþykktinni.
Forsætisnefnd samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti ásamt svohljóðandi breytingu á 2. mgr. 68. gr. Niður falli #GLFeli borgarstjóri það ekki öðrum#GL og upphaf málsgreinarinnar hljóði svo: Sviðsstjóri stjórnsýslu og starfsmannasviðs gegnir....
Forsætisnefnd samþykkir að vísa málinu til borgarstjórnar og jafnframt til kynningar í viðkomandi fagráðum.

2. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir umsóknir um opinberar móttökur, afgreiðslur skrifstofustjóra borgarstjórnar og gestamóttökur borgarstjóra, dags. í dag.

3. Lagt fram skipurit fyrir skrifstofu borgarstjórnar.
Frestað.

4. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 7. júní n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a. Kosning fimm manna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til eins árs m.v. aðalfund. Kjör formanns og varaformanns

b. Breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001, með síðari breytingum

c. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi Reykjavíkur-hjólreiðakeppni (S)

d. Tillaga Ólafs F. Magnússonar um afturköllun heimilda til niðurrifs á Laugavegi (F)

e. Skipulag barnaverndarmála (R)

f. Listahátíð (R)

g. Framtíðarþróun byggðar í Reykjavík (S)

Fundi slitið kl. 12.33

Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson