Forsætisnefnd - Fundur nr. 229

Forsætisnefnd

Ár 2018, föstudaginn 19. janúar, var haldinn fundur nr. 229 í forsætisnefnd og jafnframt starfsdagur. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.08. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn, Marta Guðjónsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á fyrirhuguðum tækjakaupum fyrir borgarstjórnarsal og endurhönnun á borgarstjórnarsal og Tjarnargötu 12.

    Forsætisnefnd samþykkir að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar haldi áfram vinnu við og útbúi vinnuteikningar að breyttum borgarstjórnarsal miðað við fjölgun borgarfulltrúa.

     

    Kl. 10.24 tekur Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.

     

    Hugrún Ösp Reynisdóttir og Ólafur I. Halldórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer kynning stjórnkerfis- og lýðræðisráðs á hugmyndum ráðsins um hverfisráð Reykjavíkurborgar.

     

    Theódóra Sigurðardóttir og Sandra Dröfn Gylfadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Fram fer umræða um endurskoðun á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

  4. Fram fer umræða um endurskoðun á samþykktum um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.

     

    Kl. 13.43 víkur Elsa Hrafnhildur Yeoman af fundi.

    Kl. 14.01 víkur Magnús Már Guðmundsson af fundi.

Líf Magneudóttir