Forsætisnefnd - Fundur nr. 228

Forsætisnefnd

Ár 2018, föstudaginn 12. janúar, var haldinn fundur nr. 228 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.35. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn, Magnús Már Guðmundsson, Halldór Halldórsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. janúar nk.

     

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: R18010085

     

    a)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurskoðun samgöngusamnings

    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sveigjanleika í skólastarfi

    c)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um niðurfellingu gatnagerðargjalda til Hjálpræðishersins

    d)    Umræða um frásagnir kvenna í íþróttastarfi vegna #metoo

    e)    Umræða um tilraunaverkefni um kynfræðslu í skóla- og frístundastarfi

    f)    Umræða um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu

    g)    Umræða um notkun stimpilklukku hjá borgarstarfsmönnum (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

    h)    Umræða um um málefni Grafarvogs (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

    Fylgigögn

  2. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að setja umræður um hverfin á dagskrá, sbr. 2. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 15. desember 2017.

    Tillagan er felld. R17010108

     

    Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

     

    Forsætisnefnd telur óeðlilegt að skuldbinda borgarstjórn til lengri tíma með því að samþykkja tillögu um hverfaumræðu á fyrirfram skilgreindum fundum. Ekki er hægt að spá fyrir um þau mál sem upp kunna að koma og krefjast umræðu í borgarstjórn, né heldur hvernig þau samræmast umræðum um tiltekin hverfi. Bent er á að borgarfulltrúar hafa óskoraða heimild til að setja mál á dagskrá borgarstjórnarfunda og ekkert sem kemur í veg fyrir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fylgi tillögunni eftir við undirbúning hvers fundar fyrir sig.

    Fylgigögn

  3. Lagt er til að skipa Líf Magneudóttur, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, Halldór Halldórsson, Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, Halldór Auðar Svansson og Sigurð Björn Blöndal í stýrihóp um endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. R18010155

    Samþykkt.

    Erindisbréf stýrihópsins verður lagt fram á næsta fundi forsætisnefndar.

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. janúar 2018, þar sem tilkynnt er um breytingu á launum borgarfulltrúa til samræmis við breytingu á launavísitölu. R18010155

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. janúar 2018, varðandi fjárframlög til stjórnmálaflokka 2018, ásamt fylgigögnum. R14060149

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. janúar 2018, um breytingu á fundadagatali borgarstjórnar 2017-2018 vegna færslu á sameiginlegum fundum borgarstjórnar með ofbeldisvarnarnefnd og fjölmenningarráði. R16080033

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um dagskrá sameiginlegs fundar borgarstjórnar og fjölmenningarráðs sem fer fram 30. janúar n.k. R16080033

  8. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 3. janúar 2018, varðandi afgreiðslu á tillögu Emblu Ýrar Indriðadóttur frá ungmennaráði og Hlíða um aukna hinsegin fræðslu í grunnskólum Reykjavíkurborgar. R17030005

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:28

Líf Magneudóttir