Forsætisnefnd
Ár 2018, föstudaginn 12. janúar, var haldinn fundur nr. 228 í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.35. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn, Magnús Már Guðmundsson, Halldór Halldórsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. janúar nk.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að setja umræður um hverfin á dagskrá, sbr. 2. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 15. desember 2017.
Fylgigögn
-
Lagt er til að skipa Líf Magneudóttur, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, Halldór Halldórsson, Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, Halldór Auðar Svansson og Sigurð Björn Blöndal í stýrihóp um endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. R18010155
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. janúar 2018, þar sem tilkynnt er um breytingu á launum borgarfulltrúa til samræmis við breytingu á launavísitölu. R18010155
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. janúar 2018, varðandi fjárframlög til stjórnmálaflokka 2018, ásamt fylgigögnum. R14060149
Fylgigögn
Ósk um framlag til stjórnmálasamtaka frá sveitarfélögum.
Skipting fjárframlags til framboðslista í borgarstjórn fyrri hluta árs 2018
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. janúar 2018, um breytingu á fundadagatali borgarstjórnar 2017-2018 vegna færslu á sameiginlegum fundum borgarstjórnar með ofbeldisvarnarnefnd og fjölmenningarráði. R16080033
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um dagskrá sameiginlegs fundar borgarstjórnar og fjölmenningarráðs sem fer fram 30. janúar n.k. R16080033
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 3. janúar 2018, varðandi afgreiðslu á tillögu Emblu Ýrar Indriðadóttur frá ungmennaráði og Hlíða um aukna hinsegin fræðslu í grunnskólum Reykjavíkurborgar. R17030005
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 11:28
Líf Magneudóttir
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Halldór Auðar Svansson