Forsætisnefnd - Fundur nr. 226

Forsætisnefnd

Ár 2017, föstudaginn 15. desember, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.37. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. desember nk.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
  3. Fram fer umræða um breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa vegna fjölgunar borgarfulltrúa.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um kynjahlutföll í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar.
  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. desember 2017, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 5. desember 2017 á tillögu um að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. desember 2017, þar sem tilkynnt er að Magnús Arnar Sigurðarson taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í menningar- og ferðamálaráði í stað Trausta Harðarsonar frá og með 1. janúar 2018. Jafnframt er tilkynnt að Bergþór Smári Pálmason Sighvats taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í stað Björns Ívars Björnssonar frá og með 1. janúar 2018.
  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. desember 2017, þar sem tilkynnt er að Jón Finnbogason taki sæti áheyrnarfulltrúa í stað Snædísar Karlsdóttur í hverfisráði Hlíða frá og með 1. janúar 2018. Jafnframt er tilkynnt að Rakel Dögg Óskarsdóttir taki sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Björns Ívars Björnssonar frá og með 1. janúar 2018.

Fundi slitið klukkan 11:47

Líf Magneudóttir

Halldór Auðar SvanssonElsa Hrafnhildur Yeoman