Forsætisnefnd - Fundur nr. 225

Forsætisnefnd

Ár 2017, föstudaginn 1. desember, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.06. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Eva Einarsdóttir og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Marta Guðjónsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 5. desember nk.

    Lagt til að fundur hefjist kl. 13.00 í stað 14.00.

    Samþykkt.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a) Tillaga um aðgerðir til að bregðast við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi Reykjavíkurborgar #metoo #ískuggavaldsins

    b) Málsmeðferðartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna afgreiðslu á deiliskipulagi Landssímareit.

    c) Kosning í borgarráð

    d) Kosning í umhverfis- og skipulagsráð R17010108

     

  2. Fram fer umræða um breytingar á borgarstjórnarsal og Tjarnargötu 12 vegna fjölgunar borgarfulltrúa. R14010250

    Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Forsætisnefnd beinir því til skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að undirbúa breytingar á sal borgarstjórnar í samræmi við þær tillögur sem hafa verið kynntar og gera ráð fyrir fjölgun borgarfulltrúa. Einnig beinir nefndin því til skrifstofu þjónustu og reksturs að hefja undirbúning við rafrænt atkvæðagreiðslukerfi og annan fundabúnað fyrir salinn í samráði við skrifstofu borgarstjórnar. Gera skal ráð fyrir að breytingarnar verði framkvæmdar í sumarleyfi borgarstjórnar í júlí og ágúst 2018. Upplýsa skal forsætisnefnd reglulega um framvindu málsins.

    Ólafur I. Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. nóvember 2017, varðandi breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Jafnframt er lagt fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 21. nóvember 2017. R17100263

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 22. nóvember 2017, varðandi kjörgengi Kristínar Soffíu Jónsdóttur.  R17030180

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 8. nóvember 2017, til borgarlögmanns þar sem óskað er eftir umsögn um fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um kjörgengi Kristínar Soffíu Jónsdóttur frá 7. nóvember. Jafnframt er lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 20. nóvember 2017. R17030180

    Fylgigögn

  6. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 2. nóvember 2017, við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur frá 17. október 2017 varðandi úthlutun af biðlistum eftir félagslegu húsnæði 2015-2017. R170100381

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 09:47

Líf Magneudóttir