Forsætisnefnd - Fundur nr. 225

Forsætisnefnd

Ár 2017, föstudaginn 1. desember, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.06. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Eva Einarsdóttir og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Marta Guðjónsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 5. desember nk.
  2. Fram fer umræða um breytingar á borgarstjórnarsal og Tjarnargötu 12 vegna fjölgunar borgarfulltrúa. R14010250
  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. nóvember 2017, varðandi breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Jafnframt er lagt fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 21. nóvember 2017. R17100263

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 22. nóvember 2017, varðandi kjörgengi Kristínar Soffíu Jónsdóttur.  R17030180

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 8. nóvember 2017, til borgarlögmanns þar sem óskað er eftir umsögn um fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um kjörgengi Kristínar Soffíu Jónsdóttur frá 7. nóvember. Jafnframt er lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 20. nóvember 2017. R17030180

    Fylgigögn

  6. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 2. nóvember 2017, við fyrirspurn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur frá 17. október 2017 varðandi úthlutun af biðlistum eftir félagslegu húsnæði 2015-2017. R170100381

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 09:47

Líf Magneudóttir