Forsætisnefnd
Ár 2017, föstudaginn 17. nóvember, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.08. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, Elín Oddný Sigurðardóttir og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Áslaug María Friðriksdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. nóvember 2017, varðandi kjörgengi Kristínar Soffíu Jónsdóttur borgarfulltrúa, ásamt fylgigögnum.
Vísað til borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. nóvember nk. R17010108
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Kjörgengi Kristínar Soffíu Jónsdóttur
b) Annar áfangi tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. nóvember 2017
c) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um stofnun stýrihóps vegna deilihúsnæðis í Reykjavík
d) Kosning í velferðarráð
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar við fyrirspurnum Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, varðandi afgreiðslu forsætisnefndar á málum er varða kjörgengi borgarfulltrúa, sbr. 7. og 8. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 7. nóvember 2017.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 12:07