No translated content text
Forsætisnefnd
Ár 2017, föstudaginn 13. október, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Bárubúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.03. Viðstödd voru Líf Magneudóttir og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Halldór Halldórsson, Jóna Björg Sætran, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 17. október nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Umræða um húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. október 2017
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að afnema bann við kynningum á íþrótta- og tómstundastarfi á skólatíma R17010108
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. október 2017, varðandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina frá 1. desember 2016 um ritun umræðna á fundum borgarstjórnar. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 4. ágúst 2017.
Kl. 9.07 tekur Elsa Hrafnhildur Yeoman sæti á fundinum.
Forsætisnefnd tekur undir umsagnir fjármálaskrifstofu og skrifstofu borgarstjórnar. Vísað til borgarráðs. R16120003
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. október 2017, þar sem fram kemur að skrifstofunni hafi borist tilkynning frá Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem verið hefur í veikindaleyfi að því sé lokið og hún komin aftur til starfa sem borgarfulltrúi í 50% starfi frá og með 1. október 2017. R16010250
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. október 2017, varðandi breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til borgarstjórnar.
R17100263
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um sameiginlega fundi borgarstjórnar og fjölmenningarráðs og öldungaráðs.
Samþykkt að halda sameiginlegan fund borgarstjórnar og fjölmenningarráðs 13. mars 2018.
Anna Kristinsdóttir og Tomasz Pawel Chrapek taka sæti á fundinum undir þessum lið. 16080033
Fundi slitið klukkan 09:37
Líf Magneudóttir