Forsætisnefnd
Ár 2017, miðvikudaginn 30. ágúst, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Bárubúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.10. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Halldór Halldórsson, Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
-
Lögð fram tillaga skrifstofustjóra borgarstjórnar um fundadagatal borgarstjórnar til loka kjörtímabils, dags. 31. júlí 2017. R16010250
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 31. júlí 2017, um veikindaleyfi Kristínar Soffíu Jónsdóttur. R16010250
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, dags. 24. ágúst 2017, varðandi úrsögn hennar úr Framsóknarflokknum. R17080143
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. ágúst 2017, þar sem fram kemur að að Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson taki sæti áheyrnarfulltrúa í stjórnkerfis- og lýðræðisráði í stað Gísla Garðarssonar og að Eydís Blöndal taki sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Gústavs. R14060144
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. ágúst 2017, þar sem fram kemur að Linda Jónsdóttir taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í hverfisráði Úlfarsárdals og Grafarholts í stað Grétu Maríu Grétarsdóttur. R14060117
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á yfirliti yfir mætingar á fundum hverfisráða fyrstu sex mánuði ársins 2017. R16080032
Frestað.
-
Fram fer kynning á yfirliti yfir mætingar á fundum fagráða, forsætisnefndar, borgarráðs og borgarstjórnar fyrstu sex mánuði ársins 2017. R16080032
Frestað.
-
Lögð fram skýrsla starfshóps um uppbygginu útivistaraðstöðu við Rauðavatn, dags. í desember 2016. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir skóla- og frístundasviðs, dags. 9. júní 2017, og íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 9. júní 2017. R17060088
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um ritun umræðna á fundum borgarstjórnar, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. desember 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 4. ágúst 2017. R16120003
Frestað.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 15. maí 2017, á skýrslu innri endurskoðunar um úttekt á stjórnun upplýsingatæknimála hjá A-hluta Reykjavíkurborgar. R16120034
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. júní 2017, varðandi tillögu forsætisnefndar um fjölgun borgarfulltrúa sem lögð var fram á fundi borgarstjórnar þann 20. júní 2017. R14010250
Frestað.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. desember 2016, varðandi álit siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á málefni er tengist ráðstöfun fjármuna og áliti umboðsmanns borgarbúa, dags. 29. nóvember 2016. R16070037
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. ágúst 2017, þar sem fram eru lögð til kynningar drög að samþykkt fyrir verkefnisstjórn miðborgarmála. R17030286
Vísað til borgarráðs.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:49
Líf Magneudóttir
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Halldór Auðar Svansson