Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2017, föstudaginn 16. júní, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.18. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Halldór Halldórsson, Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal, Bjarni Brynjólfsson og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. júní nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Tillaga forsætisnefndar um fjölda borgarfulltrúa
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að þjónusta mötuneyta við eldri borgara skerðist ekki vegna sumarlokana
c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerð og endurbætur vegna útilistaverka
d) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðgerðir til að stemma stigu við óþrifnaði í Reykjavík
e) Umræða um lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar á fyrstu þremur árum kjörtímabilsins á lóðum fyrir fjöleignarhús með fleiri en fimm íbúðum (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina)
f) Kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og tveggja varaforseta
g) Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara
h) Kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara
i) Kosning fimm fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. til eins árs og fimm til vara; formannskjör
j) Umboð til borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar
2. Framsókn og flugvallarvinir tilkynna að Linda Jónsdóttir taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í hverfisráði Úlfarsárdals og Grafarholts.
Fundi slitið kl. 12.29
Líf Magneudóttir
Halldór Auðar Svansson Elsa H. Yeoman